Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ég bý í sveit ....

Hef oft velt fyrir mér þessari brengluðu ímynd sem borgarbúar virðast stundum hafa á okkur landsbyggðarfólkinu. Kannski gefum við þeim stundum tilefni til að halda að við búum í moldarkofum, göngum um í sauðskinnsskóm og ferðumst um á hestum með vagna...

Í síðustu viku varð ég sem dæmi vitni að því að:

1. Einn nemandi úr söngdeildinni ásamt undirleikara sínum mætti á dráttarvél á lokatónleikana. Bíll fjölskyldunnar var að heiman og þá létu þær sér ekki muna um að keyra ca 15 km í kaupstaðinn á traktor!! Myndi maður láta sjá sig á traktor í höfuðborginni?

2. Aðfaranótt sunnudags, nánar tiltekið rétt eftir miðnætti, var ég á rúntinum ásamt einum af ritara þessarar síðu og Skagamanni nokkrum. Mér þótti það ekkert rosalegt tiltökumál en andlitið datt næstum af Skagamanninum þegar á vegi okkar urðu nokkrir félagar á hestum, nota bene, ríðandi framhjá skemmtistað bæjarins, eins og ekkert væri sjálfsagðara!!

Og ef við spáum aðeins meira í þetta. Hafið þið pælt í einyrkjunum og fólkinu sem er oftast tekið fyrir í landsbyggðarþáttum í sjónvarpinu? Þá er ekkert verið að sýna hið dæmigerða fólk - ó nei - leitað er af fólki sem býr helst lengst uppá fjöllum, ef ekki í óbyggðum og helst einyrkjar.

ANNARS all hress þessa dagana!! Af listanum minna gáfulegt síðustu sólarhringa. Má spurja sig:

1. Hversu gáfulegt er að liggja heillengi í baðinu og fatta svo eftir góðar 10 mínútur eða svo að ég gleymdi að setja tappann í?

2. Til hvers að læsa ALLTAF bílnum sínum - þá er ég að tala um ALLTAF ef maður tekur svo uppá því að fara með bróður sínum í sveitina á hans bíl og geyma lyklana af sínum bíl í hurðinni að utan farþegameginn í tæpa þrjá tíma. Hefði alveg eins getað sett miða með: ÞJÓFAR - gjörið svo vel, lyklarnir eru hérna og endilega akið í burtu.

Að lokum:
Svona fæðast lömbin!!

2 Comments:

  • var loksins að plögga hátölurunum í tölvuna til að hlustað á lagið þitt og GEGGT KÚL, frábært flott og æði, panta þig hér með í brúðkaupið mitt whenever that will be :-) ekkert nema flott,flott,flott.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:58 f.h.  

  • Þakka þér fyrir Selma mín :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home