Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 23, 2005

Hugleiðing varðandi Esso

Jæja...

ÉG tók þá ákvörðun að taka út umdeildan pistil minn um ESSO. Hef fengið hin ýmsu viðbrögð við honum, bæði jákvæð og neikvæð.

Ég fór hins vegar að hugsa málið betur og ætla bara að éta það ofan í mig og viðurkenna það að ég gerði mistök!!

Ég sjálf hefði væntanlega ekki orðið ánægð ef einhver hefði skrifað eitthvað á þessa leið á opinberum vettvangi um mig sjálfa því þarna var að sjálfsögðu bara mín hlið á málinu. Að sjálfsögðu á ég heldur ekki að vera að tjá mig um innanhús mál þessa fyrirtækis því ekki myndi það hvarfla að manni á öðrum vinnustöðum. Maður ber greinilega ekki virðingu fyrir hvorki fyrirtækinu né samstarfsfólki þegar maður gerir slíkt. Enn frekar er ég með öllu ósanngjörn að setja mig á háan hest með því að koma þarna inn á eina vakt og dæma allt og alla í kringum mig.

Sem fullorðinn einstaklingur ætti ég að sína meiri þroska en svo að skrifa eitthvað neikvætt um aðra á vettvangi þar sem alþjóð getur lesið. Maður hefur nú víst aldeilis gert helling af mistökum um ævina þannig að ég hef ekkert efni á því að vera að setja út á aðra!! Því síður er maður góð fyrirmynd þegar maður sendir frá sér þau skilaboð að það sé allt í lagi að skíta út aðra þar sem þeir hafa ekki einu sinni tækifæri til að verja sig - nei það er sko ekki í lagi því hvorki ég né aðrir eru nógu merkileg til þess.

Þá er bara að vona að þetta verði manni kenning og að maður læri nú dálítið af þessu öllu saman, svona getur nú skapið hlaupið með mann út í móa!! Vil líka biðja þá sem áttu hlut að máli afsökunar!! Það leiðinlegasta er samt að skaðinn er skeður og ekki hægt að taka hlutina til baka.

9 Comments:

  • Þú ert fyndin!
    Veður stundum framúr sjálfri þér en kannt samt að játa og horfast í augu við mistök. Það er stór kostur!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 e.h.  

  • gott hjá þér en eins og þú veist þá er oftast best að sofa á hugsununum áður en maður gerir eitthvað með þær :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:10 e.h.  

  • NEI NEI NEI!!!! HUGRÚN MÍN! EKKI DRAGA NEITT Í LAND;) EF VIÐ SPÖRUM STÓRU ORÐIN GETUM VIÐ ALVEG EINS HÆTT AÐ BLOGGA:) ÞAÐ ER EINMITT ÚTAF ÞESSU SEM FÓLK LES SÍÐUNA ;)

    Segi bara svona;)
    Hvernig líst þér á að koma í framboð með mér Agli og Heiðari?

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:53 e.h.  

  • Sko bara. Það er ekkert mál að nota þetta kommentakerfið. Ég get það :)

    By Blogger pallilitli, at 10:08 e.h.  

  • :) kannast hrikalega við þetta, sjá bara rautt yfir hlutunum, en svo þurfa að bakka þegar frá líður.

    Lendi reglulega í þessu :/. Gott hjá þér að draga í land opinberlega, það getur verið erfitt skref.

    Þú hefur nú pottþétt haft ýmislegt til þíns máls, gagnrýnin hefði mátt koma þegar reiðin var runninn af þér. Auðveldara að segja þetta en að framkvæma samt ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 f.h.  

  • Ég er nú bara mjög ánægð að Jón Albert sé að taka við þessu, jááá!! :) :) Mjög ánægð!!! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 e.h.  

  • Hef bara heyrt að þetta sé allt rétt hjá þér Hugrún Sif!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:05 e.h.  

  • ohhh þetta var ég líka sorry :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:06 e.h.  

  • Ok... stór orð kannski og ekki á réttum vettvangi. En þú hefur samt rétt fyrir þér að flestu leyti. Amk að því leyti að þjónustan er oft mjög svo glötuð....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home