Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 23, 2005

Kommenkerfi 103

Lesendur góðir!!!
Þar sem að ég er svo agalega mikill kennari í mér alltaf hreint og get aldrei haldið kjafti eða stillt mig um að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust og svona, finnst mér kominn tími til að hafa hér þriggja eininga áfanga um það hvernig við notum kommentkerfi síðunnar.

Mikið hefur borið á nafnlausum kommentum og segja fróðir menn mér að margir fatti ekki alveg hvernig heila klabbið virkar.

Nokkrir gagnlegir punktar:
**Fyrst velurðu "identify"!! Þá er best fyrir alla að haka bara í other því þá opnast reitur þar sem maður fyllir út nafnið sitt og heimasíðu ef hún er fyrir hendi.

**Ef þú hakar í "anonymous" ertu nafnlaust grey og það finnst okkur ekkert skemmtilegt því við erum svo forvitin að vita hverjir það eru sem lesa skrifin okkar. Teljarinn snýst allavega nógu andsk. (afsakið orðbragðið) hratt, þannig að einhvers staðar leynast lesendur.

NÚ er bara að vinna fyrsta verkefnið í áfanganum sem felst í því að prófa herlegheitin. Skora á alla að æfa sig undir þessa færslu því ef allt tekst hefurðu staðist áfangann og færð 3 einingar.

SVO vil ég enn og aftur minna á gestabókina góðu sem finnst ekkert skemmtilegra en að einhver skrifi í hana.

1 Comments:

  • Hummmmmmm hvernig virkar þetta eiginlega.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home