Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 06, 2005

ÚLFUR - ÚLFUR

Lesendur þessarar síðu ættu að vera orðnir nokkuð ringlaðir á öllum þessum bloggurum :) Já - hef fengið til liðs við mig tvo snillinga. Var farin að sjá fram á mikla bloggleti í sumar en ákvað að blása vörn í sókn og ráða þessa dáðadrengi til starfa við að hjálpa mér að sjá til þess að hér verði engin lognmolla á næstunni :)

Nýjasta vangaveltan snýst um úlfa - þó ekki alveg...

Á miðvikudaginn fór brunakerfið - enn eina ferðina - í gang í skólanum. Viðbrögð nemenda voru jafn mörg og þeir sjálfir. Smá panik hjá yngri kynslóðinni en þeir eldri - dísús kræst. ÉG var stödd í 10. bekk og bjallan fór í gang. ÉG rétt náði að depla auganu einu sinni - hviss, bamm, búmm - allir horfnir í 16 áttir. Þau eru búin að fara á brunaæfingu og reykköfun flest skólaárin og vita jafn vel og ég að í röð skal fara og halda síðan út, en nei, hvenær tekur einhver maður mark á þessum þjófavörnum og brunakerfum?

ÚLFUR - ÚLFUR.
Sá mig tilneydda til að halda eina góða ræðu um að við myndum sennilega öll brenna saman inni ef sá dagur kæmi að það kviknaði í...

** Mundi í framhaldi af því eftir því þegar brunakerfið fór í gang eina nóttina í fjölbraut á Króknum. Við Helga Kristín vorum á þeim tíma saman í herbergi og vöknuðum að sjálfsögðu báðar. Samtalið var ca svona:

ÉG: OH ... Ætli það sé nokkuð kviknað í?
Helga: Ég veit það ekki. Held ekki.
ÉG: Eigum við eitthvað að athuga þetta?
Helga: Ég veit það ekki. Er það nokkuð? Ég fer allavega í stuttbuxur til öryggis.

Síðan snerum við okkur á hina hliðina án þess að spá nokkuð meira í þetta og héldum áfram að sofa. Ef eitthvað var, hneikslaðar á að fá ekki svefnfrið. Þetta kæruleysi gæti nú orðið manni dýrkeypt einn daginn..

Er ég annars eini vitleysingurinn hvað þetta mál varðar?

1 Comments:

  • Ég kannast e-h við þessa sögu af króknum. maður tók aldrei mark á þessari blessuðu brunabjöllu heldur snéri maður sér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa á sínu græna!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home