Nýjasta vangaveltan snýst um úlfa - þó ekki alveg...

ÚLFUR - ÚLFUR.
Sá mig tilneydda til að halda eina góða ræðu um að við myndum sennilega öll brenna saman inni ef sá dagur kæmi að það kviknaði í...
** Mundi í framhaldi af því eftir því þegar brunakerfið fór í gang eina nóttina í fjölbraut á Króknum. Við Helga Kristín vorum á þeim tíma saman í herbergi og vöknuðum að sjálfsögðu báðar. Samtalið var ca svona:
ÉG: OH ... Ætli það sé nokkuð kviknað í?
Helga: Ég veit það ekki. Held ekki.
ÉG: Eigum við eitthvað að athuga þetta?
Helga: Ég veit það ekki. Er það nokkuð? Ég fer allavega í stuttbuxur til öryggis.
Síðan snerum við okkur á hina hliðina án þess að spá nokkuð meira í þetta og héldum áfram að sofa. Ef eitthvað var, hneikslaðar á að fá ekki svefnfrið. Þetta kæruleysi gæti nú orðið manni dýrkeypt einn daginn..
Er ég annars eini vitleysingurinn hvað þetta mál varðar?
Ég kannast e-h við þessa sögu af króknum. maður tók aldrei mark á þessari blessuðu brunabjöllu heldur snéri maður sér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa á sínu græna!!
SvaraEyða