Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 02, 2005

Samantekt helgarinnar!!

Ég var alveg hrikalega menningarleg eitthvað um helgina. Byrjaði föstudagskvöldið á tónleikum í kirkjunni, tók aðra tónleika á laugardagskvöldinu í Félagsheimilinu og spilaði svo sjálf í Féló á sunnudeginum, á bariton saxafón, af öllum hljóðfærum. Fékk klukkutíma til að læra á þetta risavaxna hljóðfæri og lét vaða!! Vona að það hafi verið meira gagn af mér en skaði.

Það var dálítið skrítið að fara í Félagsheimilið á laugadagskvöldið því hún móðir mín var að troða upp. Venjulega er þetta öfugt, hún tónleikagestur og ég á senu. Mér fannst þetta mjög góð tilbreyting og sú gamla stóð sig bara þrælvel ásamt félögum sínum í Björkinni. Mér fannst samt Lóuþrælarnir koma rosalega sterkir inn þetta kvöld... Ég væri til í að vera karlmaður bara fyrir það eitt að geta sungið í karlakór. Er maður annars nett klikk - talandi um kóra eins og æsispennandi fótboltaleik....

En ég var nú greinilega ansi lúin um helgina því ég notaði öll möguleg tækifæri til að leggja mig hér og þar. Átti samt besta lúrinn í baðkarinu. Mamma sendi einn af undirleikurum laugadagskvöldsins heim að skipta um föt og sagði henni að ég væri pottþétt heima. Hún mætti heim og kallaði og kallaði um allt hús og tók í hurðarhúninn á baðherberginu en ég svaf það allt af mér, rumskaði ekki einu sinni..



Annars var ég að búa til nýja gestabók, svona í tilefni af nýja ritaranum. Skora á alla til að kvitta fyrir komu sína hingað :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home