Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 10, 2005

Tími lesturs og andvöku!!

Manni finnst maður í ferlega skrítinni aðstöðu eitthvað!! Síðustu 16 ár (með einni undantekningu) hefur maí mánuður verið tileinkaður andvöku og próflestri. Meira svona mánuðurinn þar sem maður er að missa vitið af andvöku og veit varla hvað maður heitir lengur sökum annarra upplýsinga sem þurfa pláss í kollinum.

Sorglegt en satt. Ég hef meira verið í páfagaukapakkanum og það er alveg kostulegt hvað maður hefur getað þulið upp ótrúlegustu kaflana hægri vinstri. Ég skil stundum ekki hvernig maður hélt sönsum!! ....

Nú sit ég hins vegar akkúrat hinu megin borðsins. Ég er þessi manneskja sem hefur valdið í höndunum. Það verður fyrir mínar sakir hvaða nemendur fá ís í sjoppunni eftir skólaslitin og hvaða nemendur valda vonbrigðum heima fyrir. Það stendur allt og fellur með því hversu sanngjörn prófin manns eru og það er sko ekki auðvelt að semja hið gullna próf!! .... Það eru ná ekki fáir kennararnir sem maður hefur hugsað þegjandi þögnina í gegnum árin, eftir að hafa labbað út úr ósanngjörnu prófi... en mikið skil ég þá betur í dag.

En þið sem ennþá dúsið í prófalestri - have fun :) Þið eigið alla mína samúð!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home