Já já já

Annars allt í góðu gengi:
** Öfunda mömmu og hennar saumaklúbb hrikalega mikið!! Þær eru að fara í göngu- og matgæðingaferð til Ítalíu í næstu viku. DAMN - verst að það yrði dýr yfirviktin ef ég pakkaði mér nú ofan í tösku og laumaðist með.
** Fyrsta sumarfrí ævinnar hefur litið dagsins ljós og ég ætla bara svei mér þá að njóta þess í botn!! Á dagskrá er tjaldferðalag, golfhringir út um allt land, utanlandsferð og sitthvað fleira. Vvvíííííí ..... Eintóm hamingja.
** Flutningar í gangi og því fylgir nú ýmislegt bras. Mála, bæta, laga, breyta!! Svo ekki sé minnst á öll húsgögnin sem á eftir að setja saman **úff** en ég held að Heiðar hleypi mér nú sem minnst með puttana í það eftir frammistöðu mína og Stinna frænda í hillumálunum. Hvað gerir það til þótt ein hillan hafi óvart verið negld og skrúfuð á hvolf. Já sei sei.
** Ég er boðin í þrjár útskriftaveislur á laugadaginn. Eina í sveitinni, aðra á Skagaströnd og þá þriðju á Akureyri. Ætla að fá lánaða litla rellu og fljúga á milli staða svo ég missi ekki af neinu **ni - ætli það** EN Helga, Sigrún og Kristín - til hamingju með glæsilegan árangur!!
** Fór í golfkennslu um daginn og ég hef varla hitt golfkúluna síðan!! Þvílíkt vesen og endemis óþolinmæðisvinna fyrir höndum...
In the mean time,
hafið það gott!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home