Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júní 02, 2005

Jóakim aðalönd

Stundum mætti líkja mínum yndislega bróður við hann Jóakim aðalönd. Hann fer alveg rosalega vel með peninga og vinnur eins og hestur. Hann á líka fjársjóðskistu sem hann geymir vel og vandlega og það er ekkert með það að ef einhver snertir á peningunum í kistunni verður hann þess strax var!! Ég er farin að halda að hann sé með eitthvað fingrafaratæki til að fylgjast með þessu öllu saman. Hann átti ansi góða punkta við matarborðið um daginn. Við vorum að gera grín að því að hann hefði veitt upp úr kistunni heilar 30.000 kr. í seðlum og vorum við mæðgur eitthvað hlessa á þessu því okkur finnst peningarnir best settir á bankabók. Heimir var eitthvað að reyna að standa fyrir sínu máli og þótt ég muni samtalið nú ekki nákvæmlega þá sagði hann eitthvað á þessa leið

,,já en ég var nú reyndar ný búinn að vinna á lengjunni þannig að ég setti þá peninga í kistuna"

Ég varð rosalega undrandi yfir að hafa ekki heyrt af þessum feng, sá fyrir mér háa vinningsupphæð og spurði.

,,Hvað vannstu eiginlega mikið?"

þá svaraði hann mjög stoltur

"3000 kr!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!"

.... og það liggur við að við mæðgur séum ennþá í hláturskasti :)

5 Comments:

  • Bróðir þinn er vinnualki, en nennti nú lítið að hjálpa okkur KBirgis við pízzugerð... lati herra skati ;)
    hehe ;) Fyndin saga eins og alltaf nokkrir þússarar í þessari kistu.. jæja jæja...!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:34 e.h.  

  • réttara sagt... nennti ekki æji nii.. held að við höfum bannað honum að snerta hana...!! Kannski réttara sagt..

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:35 e.h.  

  • vá ég þarf að finna mér svona kistu þar sem 3þ kallar verða 30þ kallar, hmmm hvar fékk hann eiginlega þessa kistu :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:52 e.h.  

  • hahahahahaha... minn yndislegi frændi!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 e.h.  

  • Já ... hann er einstakur og alveg frábær litli bróðir :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home