Lífshætta!!!

Þá er maður kominn til landsins og er að hugsa um að vera bara heima næstu mánuði því ég var að uppgötva að þetta var í fjórða sinn sem ég brá undir mig betri fætinum og fór úr landi á síðustu 9 mánuðum...
Annars hin besta ferð í alla staði og ætla ekkert að tíunda hana frekar hér, nema það að ég lenti í smávegis hremningum síðasta daginn minn.
Ég var búin að pakka öllu og var að leggja í hann út úr herberginu til að skila hótel lyklunum og ætlaði aldeilis að fara heim í nýju flottu puma skónum mínum ***
Þegar ég var rétt við það að smeygja fætinum ofan í skóinn kemur þá ekki röltandi þessi líka riiiiisssssa stóri - ógeðslegi kakkalakki - helvítið á honum - UPP ÚR SKÓNUM MÍNUM..!! Já við erum ekkert að tala um neina maurastærð börnin góð.
Ég var ekki lengi að taka til fótanna, henti helvítis skónum úr höndunum á mér, tók hraðasta sprett EVER út á svalir og uppá stól og þessu fylgdi auðvitað tilheyrandi öskur af miklum tilþrifum... Ég er handviss um að hann ætlaði að éta mig og hafa Heiðar í eftirrétt.
Obrigada!!
1 Comments:
Velkomin heim Hugrún mín :)
By
Nafnlaus, at 8:38 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home