Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, september 29, 2005

Það er ekki í lagi ...


Það hlaut að fara að koma að því að ég tæki uppá einhverju skrítnu..

ÉG mætti til kennslu í 10. bekk í morgun og er vön að taka þangað með mér boxið með kennslubókunum þeirra og pennaveski. - Það skal tekið fram að ég var AFAR þreytt í morgun -

En jæja .. þegar ég er komin inní stofu, búin að leggja frá mér dótið og ætla að hefja kennslu, sé ég þá ekki að ég var með þverflautuna mína í staðin fyrir pennaveskið **hóst**

Svart pennaveski - svört þverflaututaska - ekki erfitt að ruglast - nema að taskan er svona fimm sinnum stærri en pennaveskið. HALLÓ!!

Já svona getur þetta verið þegar langt er liðið á vikuna og þreytan farin að segja til sín ...

Well ...

Föstudagur framundan og ég sé fram á hálf tómlega helgi því hann Heiðar minn ætlar alla leið á Neskaupsstað!! Fjúff - það verður skrítið að lúra ein í bólinu, vitandi af honum endalaust langt í burtu.

Sé fram á alls herjar tiltektir, leikæfingar og kortagerð. Endilega bjalla á mig ef einhver er í gírnum til að sansa nokkur kort og halda mér félagsskap :)

9 Comments:

  • Voru þá ekki bara smá morguntónleikar í stað hefðbundinnar kennslu þann morguninn?
    Alltaf gaman að lesa svona "utanviðsigsögur":) hehhe

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:11 f.h.  

  • Gastu ekki spilað fyrir bekkinn? Eða bara tekið þátt í hljómsveitaræfingunni með Huldu Birnu & co... :) Það hefði nú bara verið snilld!!

    Jæja litla þreyttintez, dekraðu við þig um helgina & njóttu lífsins.. :) bjútíí!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:12 f.h.  

  • Þetta er nú ekkert nýtt hjá þér...ég man að þegar þú varst í tónó á yngri árum /og mikið að gera hjá þér þú þurftir að vera allstaðar/þá fórstu örugglega í nokkur skipti bara með töskuna utan af flautunni,en enga FLAUTU !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:48 f.h.  

  • @Gréta - Þau stungu einmitt uppá því :)

    @Thelma - Þær hafa ekkert boðið mér í hljómsveitina. Manni fer að sárna .. heheheheh

    @Mamma - Suss .. hehe. Shit hvað ég man eftir öllum skiptunum sem ég fór með tóma töskuna.

    @Soffía - Úbbs :) Kom einmitt fyrir mig líka nema að ég skellti honum bara uppá borð fyrir framan allra augu ... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 e.h.  

  • ... þú setur nýjan svip á dagana :-) þú ert algjört æði :-) óborganelgur snillingur :-) takk fyrir að muna eftir mér ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:58 e.h.  

  • Ég skil þig mjög vel, Sigurjón hefur ekki verið heima undanfarnar helgar. Það er gæsin og svo byrjar rjúpan í okt þannig helgarnar hjá mér fara í strákana og lærdóm og aftur lærdóm og svo ein upp í rúm !! Var einmitt að hugsa um að koma norður um helgina en við eigum að skila inn verkefni fyrir kl 8 á mán.morgun og ætlum að hittast um helgina. Bara leiðinlegt :( Kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:53 e.h.  

  • Hugrún helduru að heimasætan á jarðhæðinni sé ekki búin að fá sér þetta **fína** trommusett og búið að gera það klárt í fyrrum herberginu okkar Finns... ;) Jæja, gangi þér vel að hvílast á næstunni Hugrún Sif Hallgrímsdóttir!!!! ;) Bwahaha... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 f.h.  

  • hvernig var tad med tssar myndir ur noregsferdinni eru tær endanlega farnar yfi moduna miklu.
    Jeminn hvad danir geta bladrad mikid og verid med miklar malalengingar !! afhverju varstu ekki buin ad vara mig vid

    By Blogger Elva B, at 7:14 f.h.  

  • @Kidda - Ég held að það sé löngu kominn tími á þig að koma Norður góða mín ;) Annars líka gott fyrir mann að vera ein heima öðru hvoru því þá sér maður hvað lífið væri tómlegt ef maður hefði ekki ástina sína :)

    @Ágúst- Jah .. maður var kannski farin að halda að sumir vinir manns séu hreinlega ekkert á lífi lengur :)

    @Thelma - Heyrðu. ÉG hélt að Kristinn væri genginn af göflunum og væri byrjaður að spila á trommusettið sitt úti í bílskúr, en nei nei kemst ég ekki að því að hann var bara á neðri hæðinni að stilla setti upp fyrir Huldu og var að spila ofurlágt!! Mér fannst hann alveg eins getað verið að spila inní herbergi hjá mér þannig að ég kvíði trommuæfingunum hennar Huldu.

    @Elva - Heyrðu! Myndirnar eru ekki komnar yfir móðuna miklu :) Fer að sansa þetta ... eins og allt hitt sem ég er alveg að fara að sansa :) Aldrei að vita nema þú fáir sendingu með disknum og íslensku nammi. Málalengingar já .. hehe .. bara gaman að þeim .. múahahah.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home