Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, september 12, 2005

Ég er hér enn ....


Mynd dagsins: Hún Birgitta Sóley sem var alveg að fara á kostum þegar hún kom í heimsókn. Greinilega framtíðarsöngkona þarna á ferð eins og hún Svanhildur Sóley frænka :)

Get víst ekki hrósað sjálfri mér fyrir að vera duglega að blogga þessa dagana. Samt sem áður ýmislegt á daga mína drifið .... það vantar ekki!

Við hjúin fengum annars fyrstu næturgestina okkar um daginn. Nóg er plássið á bænum :) Ardís og Jónatan komu og gistu hjá okkur í tvær nætur og höfðum við það súpergott. Húsmóðurstaktarnir reyndu sitt besta.

Maður getur verið óttalegur kjáni eitthvað. Ennþá ýmislegt sem maður er að brasa í fyrsta sinn og reglulega fer fram alls konar tilraunastarfsemi, já svo ekki sé minnst á öll símtölin sem við hringjum í mæður okkar með spurningaflóðið.

Mamma hvernig er þetta aftur með sósuna sem þú gerir á fiskibollur, var hveiti í þeim?

Já eða ...

Mamma er í lagi að þvo handklæði á suðu?

Allavega svona spurningar sem þeim finnst örugglega frekar heimskulegar - en þetta hefst nú allt saman fyrir þrítugt :)

Svo býr sonurinn ennþá hjá okkur og erum við að vona að hann verði bara hjá okkur í vetur. Við byrjum ekkert á því að eignast ungabarn eins og hinir - neibb köllum hann frekar unglinginn á heimilinu því við erum alltaf með einhverja afskiptasemi :)

Svona er lífið á Húnabrautinni.
Lifið heil OG verið nú dugleg að nota kommentkerfið :)

23 Comments:

  • Það er í góðu lagi að hringja, svo get ég alltaf skroppið og smakkað ef það er verið að elda eitthvað gott.Ekki það að mér hafi ekki verið boðið í mat,takk fyrir það

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:19 f.h.  

  • Þessi símtöl eru bara snild...þegar við hringjum líður okkur eins og kjánum en mæðrum okkar finns þetta ferlega skemmtilegt. : ) (þetta fær þær líka til að halda að okkur hafi alltaf fundist maturinn þeirra góður) : )

    Vera svo dugleg að blogga! : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:30 f.h.  

  • Kannast soldið mikið við þessar spurningar, ekki fáar hringingar til múrrí þegar maður var á Króknum e-ð að eldhúsast eða þrífa þvottinn!! (",) Annars takk fyrir kveðjuna skötuhjú, ég mun sko bjóða mér sjálfri næst þegar ég skrepp á neðri hæðina!

    Kv. frá borg óttans

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:47 f.h.  

  • hehe... ég kannst sko við þetta að þurfa að hringja í mömmu. En þetta tekur samt ekkert endilega enda þegar að maður verður 30... ég varð nefnilega 30 í sumar og það er ekkert svo langt síðan að ég hringdi síðast í múttu.
    Fyrstu "ekki heima á hótel mömmu" jólin mín voru td skrautleg... ég held að símtölin hafi verið yfir 10 þann daginn ;)

    takk fyrir skemmtilegt blogg :)

    kveðja,
    Rannveig Lena

    http://www.blog.central.is/rannveiglena

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:21 f.h.  

  • heheh....á við þetta sama vandamál að stríða;)...ert ekki ein um það;)...hvað er að frétta af ykkur Heiðari...ég verð að fara heyra í ykkur..segðu honum að hringja í frænku sína!..kv.Linda Dagmar
    blog.central.is/lindadagmar

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:40 e.h.  

  • @mamma - Það er nú gott. Enda hef ég ekki fengið neitt annað en góð viðbrögð við símhringingum mínum :)

    @Inda Hrönn - Ég minnst að strákarnir ættu að vera duglegri að blogga!! :)

    @Thelma - Ég var ekkert smá stolt af mér að muna eftir afmælinu þínu :) Ávallt velkomin á efri hæðina.

    @Lena - Það er gott að fá staðfestingu á því að ég er ekki sú eina sem þarf mömmuráð reglulega. Kannski maður vaxi aldrei upp úr þeim? En takk kærlega annars fyrir góð orð!! :)

    @Linda Dagmar - Skila þessu til kauða :) Þurfum endilega að fara að láta heyra í okkur og þið þurfið endilega að fara að kíkja á Norðurlandið ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:40 e.h.  

  • Þær voru nú mun heimskulegri spurningarnar þegar ég fór fyrst að búa. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:25 e.h.  

  • @Soffía og Gummi - Það er augljóst mál að ég er ekki eini "vitleysingurinn" hehe ... Þætti nú gaman að vera fluga á vegg þegar þið karlmennirnir eruð að fá upplýsingar :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:40 e.h.  

  • "þvotturinn er kominn inn í vélina, en hvað þýða allar þessar stillingar? er ekki bara hægt að ýta á on?" :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:50 e.h.  

  • @Gummi - EITT STÓRT omg ..

    En annars gaman að sjá hvað það eru líflegar umræður hér!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:07 e.h.  

  • Ég get sko alveg viðurkennt það að í fyrsta skiptið sem ég eldaði lambahrygg og með því þá var ég í stöðugu sambandi við móður jörð:) Og henni þótti það ekki leiðinlegt!! Þvottavélina hef ég nú ráðið við hingað til, en það er sko alveg óhætt að segja að mamma hefur fengið hinar ýmsu hringingar frá mér síðan ég flutti að heiman fyrir hva 6 árum eða svo.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:43 e.h.  

  • @Greta - Mér finnst alveg voðalegt að lesa að þú hafir flutt að heiman fyrir 6 árum því það lítur út fyrir að við séum orðnar ansi gamlar :) Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem maður var að skottast í grunnskólann með skólatöskuna sína!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:28 e.h.  

  • Öss! Þetta unga fólk í dag! Þegar ég var sextán,var ég orðinn kokkur á frystitogara og var langt fyrir utan allt símasamband þannig að ég gat lítið hringt í mömmu gömlu! Þetta er bara spurning um smá sjálfsbjargarviðleitni!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:58 e.h.  

  • hehe Nonni þú ert svo drullukúl ... Það er ekki að marka þig;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:45 e.h.  

  • Hvernig er það?
    Varstu ekki að skottast í grunnskólann í gær með skólatöskuna þína???
    Ég bara spyr.
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:04 e.h.  

  • hvern ertu að tala við Þórunn??

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 e.h.  

  • Ég held að það styttist í að commentkerfið fari að springa :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 e.h.  

  • Brjálað að gera :)

    @Nonni - Já það er meira hvað þú ert cool :) Munur að þú sért vinur manns ...... hnéhné

    @Þórunn - HEHE.. Hafði ekki hugleitt þann möguleika að jú ég fer víst í skólann á hverjum degi ennþá EEENN engin skólataska með í för :) Bara lyklar og úlpa. LÚXUS.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:34 e.h.  

  • eg vill vera med eg vll vera med

    jamm ef eg væri buin ad drullast til ad fylla gaskutinn ta væri eg kannski ad elda og hringja. annars hef eg oft verid of stolt til ad hringja og bara tekid sensinn sem hefur stundum virkad og stundum ekki. Hringdi samt tegar eg var ad gera jafning i fyrsta skiptid annars lifi eg nu helst a bjor og rugbraudi med spægipilsu herna i køben en anyhow hvernig er tetta med noregsmyndir eru tær glatadar ad eilifu eda...hmmmm tid hringid svo bara tegar tid ætlid ad flytja ut :)

    By Blogger Elva B, at 4:18 e.h.  

  • @Elva - Heldurðu ekki að ég hafi heimt Noregs myndir úr helju :) Gætir semsagt fengið þær sendar eða .....

    Annars spyr ég reglulega frétta af þér :) og skilst að þú hafir það gott!! Svo er bara að passa sig á bjórnum því af einhverjum undarlegum orsökum kom ég með 10+ utan á mér þegar ég flutti heim. HUMM - skil ekki ennþá afhverju ;)

    Bjalla í þig ef ég kíki eitthvað á kóngsins Kbh!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:11 e.h.  

  • Eins gott að það verður heitt á könnunni næstu helgi því borg óttans gellan ætlar að kíkja við :) Vonandi ásamt stínu fínu leikskóla kerlu!!!

    Verðum í bandi sandi hjónabandi ((eeh ekki alveg ennnnn...))

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:26 e.h.  

  • Mér sýnist á þessari færslu að þú Hugrún Sif þurfir að taka bróður þinn í smá ökukennslu !!!

    http://www.blog.central.is/scorpion/index.php

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:22 e.h.  

  • Jahá ....

    Takk fyrir ábendinguna!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home