Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, september 19, 2005

Loksins!! ....

Jæja..

Nú eigum við hjúin tvo bíla (Heiðar er að sækja nýja gripinn í þessum rituðu orðum).

Þessi bílakaup eru búin að vera rather þreytandi. Erum búin að girnast marga bíla en aldrei náð að klára málið.. Fólk ýmist búið að selja bílinn, hætt við að selja eða ekki í takt við nútímann og hefur aðrar hugmyndir um bílaviðskipti en 99% af landanum.

Já og svo er auðvitað alltaf erfiðara að versla bíl þegar þarf tvo til að samþykkja kaupin :) en þetta hafðist nú allt saman fyrir rest.

BUT

Nú er drossían mín til sölu (snökt, snökt) og ég er bara hálf treg til að skrifa það því ég er ekkert að sætta mig við að láta hana frá mér. Þessi bíll er sko búinn að reynast mér vel og fara með mér og með mig víða síðustu ár. Ég er nú ekkert alveg á því að horfast í augu við að þetta er bara dauður hlutur.

SUMSÉ

Til sölu Toyota Carina E ´97, grásanseruð, ekin 164 þús, verðhugmynd 420 þús. (listaverð er 480 þús) en annars til í að skoða aðrar verðhugmyndir..

ANNARS

Áttum alveg frábæra helgi. Sædís Ósk (hans Heiðars) kom til okkar á fimmtudaginn og svo bættist Inga Rún (systir) við á laugardaginn. Má annars til með að skella inn einni mynd af þeim því þær eru jafn gamlar en önnur þeirra frekar lágvaxin en hin hávaxin og útkoman því ansi skondin :)

14 Comments:

  • Gaman að sjá mynd af Ingu Rún, ekkert smá sem hún hefur stækkað! Hún og Anton minn voru sko saman á leikskólanum Suðurborg einu sinni..

    kveðja,
    Rannveig Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:30 f.h.  

  • Til lukku með nýja kaggann!! Á svo bara að selja elskuna humm... ég held að ég gæti aldrei selt honduna mína... bara tilhugsunin.. ohh kvæs!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 f.h.  

  • @Rannveig Lena - Fyndið :) Hún er einmitt örugglega svipað mikið stærri en Anton eins og munar á henni og Sædísi. Gæti verið mamma þeirra :)

    @Thelma - Takk fyrir það!! .. þú skilur mig greinilega að það er sko ekkert sældarlíf að þurfa að láta frá sér drossíuna sína :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 e.h.  

  • eftirsjá eftir bíl? ófáir rúntarnir sem maður hefur farið á honum:)

    By Blogger **********, at 2:39 e.h.  

  • @Erla - Heyrðu ... við höfum farið nokkrar ferðirnar Norður - já og virt fyrir okkur líf höfuðborgarinnar. Ég er farin að nálgast það að skrifa minningargrein um hann ... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:19 e.h.  

  • Já ef mig rámar ekki í það að einu sinni hafi aftursætin komið sér að góðum notum sem fataskápur :) *híhí* fjölhæfur kaggi!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:53 f.h.  

  • ég klukkaði þig :) einhver voða leikur í gangi á netinu!!! Svo út með kræsingarnar...!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:26 f.h.  

  • @Thelma - Refresh my memory :)Humm. Hefurðu litið í aftursætið hjá mér þegar ég hef verið að fara á kostum í drassli eða eitthvað ákveðið atvik?? Fattarinn ekki alveg virkur núna :)

    BUT .. hvaða klukk dæmi er í gangi :) Nú er ég alveg lost.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:00 e.h.  

  • Til hamingju með bílinn skutuhjú...annars finns mér nú að það ætti að fylgja sögunni hvernig bíll það er! :) Annars skil ég vel þessar tilfinningar til bílsins...mamma og pabbi áttu einu sinni fíat sem mér þótti afskaplega vænt um , fæ ennþá kökk þegar ég hugsa um hann! (það var fiat) : )
    Vona að Heiðar hafi komið til þín pakkanum (betra er seint en aldrei) þó svo hann hafi gert heiðarlega tilraun til að gleyma honum á stofuborðinu á skúló! : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:33 e.h.  

  • @Inda - Ég var heillengi að kveikja hver þessi anonymous væri en fattaði svo allt í einu. Bíllinn já - Wolfsw. Passat rauð glæsikerra :)
    Takk kærlega fyrir sendinguna!!! Bað systur þína að spurjast fyrir um hana. Veit ekki hvort hún hafi gleymt því :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:33 e.h.  

  • Hugrún mín ekkert að leggja inn þetta er bara smá þakklætisvottur fyrir það að vera svona góð við systir mína sem að mér þykir svo vænt um! : ) Njóttu vel! : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:04 e.h.  

  • @Inda Hrönn - Maður er góður við þá sem eru góðir við mann sjálfan - og það er sko þrautin þyngri að endurgjalda Þórdísi allt sem hún gerir fyrir mann, því eins og við vitum þá er hún topp manneskja í alla staði :) Takk kærlega fyrir mig!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:10 e.h.  

  • SÖSH :) þetta var í fyrra þegar þú skutlaðir okkur Birgis í afmælisveislu á Ólafshús... :) Smá fataskápur aftur í...!! ;)

    En jámm... klukkdæmið, þú ritar 5 valdnar staðreyndir um þig sjálfa sem fáir vita af :) *híhí* og klukkar svo 5 aðra, til þess eins að hefna þín!!!

    Anyways... verð að fylgjast með hérna í skólanum, svona af & til :)
    BleBle... hafið þið það gott rottur á dósinni

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:19 f.h.  

  • @Thelma - Jáaaaaaa nú man ég :) PASSAR .. hehe

    Annars er ég búin að fatta þetta klukk dæmi já og skelli inn einhverjum vel völdum við tækifæri :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home