Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, september 01, 2005

Réttir eru málið ...


Ég hef bara fjandakornið ekki nokkurn skapaðan hlut að segja annað en að framundan eru réttir and I love it!! Þá kemur alltaf upp einhver bóndadurgur í mér því mér finnst unaðslegt að valsa um í skítagalla og gúmmístígvélum, gargandi huh huh á eftir rollunum og svo er dagurinn toppaður með því að setjast inní lödu hjá ömmu og afa þar sem maður fær sér heitt kakó og brauðsneið með soðnum eggjum og svona til að fullkomna daginn snæðir maður auðvitað líka nokkrar kleinur að hætti ömmu.

Annars fínt að frétta úr herstöðvum Hugrúnar. Í gær bauð ég kórnum mínum í heimsókn til mín og það var bara þrælskemmtilegt að fá hersinguna í heimsókn og ennþá skemmtilegra að loksins nennti einhver að sýna hljóðfærasöfnunaráráttu (vó langt orð) minni einhverja athygli. Gaman að sjá hvað þeim fannst skemmtilegt að fá að prófa og spurja um hljóðfærin mín sem ég hef drösslast með alls staðar frá á ferðalögum mínum um heiminn.

Svo er skondið að segja frá því að sú saga gengur á milli manna eins og eldur um sinu að ég sé ólétt!! But hah .. bíðið bara. Þessi meðganga verður þá víst gott betur en 9 mánuðir því ég er ekki með neina köku í ofninum :)

4 Comments:

  • Jámm Hugrún Sif þar sem þú býrð í Gossip bæli alheimsins kemur mér ekki á óvart að það séu kjaftasögur að ganga..!! Fólk má halda það sem það heldur fyrir mér... Right!!

    En réttir ohh nice...!! Bóndakonan þín :) Jæja, njóttu þeirra vel og drullaðu þig VEEL út svona fyrir mig líka en ég mun rata á neðri hæðina hvenær sem það nú verður og bíð spennt eftir smá slúðri úr bænum *híhí*
    Kveðja frá borg óttans!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:54 e.h.  

  • Miðað við Blönduósbæinn góða er ég nú bara nokkuð hissa að svona kjaftasaga var ekki komin á kreik nú þegar. Ég er líka búin að vera ólétt nokkrum sinnum í svona kjaftasögum, en aldrei kemur kúlan og aldrei krakkinn:p Iss piss.. Það verður greinilega tilkynningaskylda hjá okkur þegar þar að kemur.
    Góða skemmtun í réttunum, aldrei að vita nema maður kíki aðra helgi í sveitina og hlaupi á eftir nokkrum rollugreyjum:p

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 e.h.  

  • jámm gossip bæli alheimsins :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:52 e.h.  

  • @Thelma - Ég drullaði mig út fyrir tvo þannig að ég fór að ósk þinni ;)

    @Gréta - Jamm satt er það. Ætíð nóg af kjaftasögum á kreiki og eina ráðið að hafa gaman af þeim því það hefur víst ábyggilega komið fyrir mann sjálfan að segja einhverja bansettans vitleysu :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home