Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 28, 2005

Undarlegt það ...

Mér finnst hálf undarlegt hvað suma dagana kjaftar í manni hver tuskan þegar kemur að því að blogga en svo koma heilu tímabilin þar sem maður sest niður við lyklaborðið, tilbúin að hleypa fingrunum af stað til að matreiða eitthvað ljúffengt en EKKERT skeður .... Þeir bara hreyfa sig ekki og spyr maður sjálfan sig hvað veldur.

Hvað gera fjölmiðlamenn í slíkum tilfellum, gúrkutíðum! Grafa upp eitthvað nógu fjandi ómerkilegt og reyna að matreiða það á áhugaverðan hátt, búa til eitthvað nógu krassandi ...

Í verstu gúrkutíðunum hef ég brugðið á það ráð að líta um farinn vel og oft gaman að hugsa "á sama tíma að ári - já eða fyrir ári". Fyrri hugleiðingunni verður varla svarað en þeirri síðari fljótt svarað. Í VERKFALLI - frekar eirðarlaus og peningalítil. Þökk sé guði fyrir hótel mömmu þegar það reið yfir ...

Jæja - ég held það sé kominn tími á að hætta að babbla um nákvæmlega EKKI NEITT! Vonandi kemur andinn svífandi strax á eftir svo bloggskrif með stuttu millibili geti hafist að nýju!!



Kaninka - kveðjur með tjai ...

1 Comments:

  • Úff, ég kannast við það... sestur fyrir framan skjáinn góða og bloggandinn kemur barasta *EKKI*

    En jerimias, ár síðan sumir voru í verkfalli!!! Einmitt tíminn sem var fataskápur í bílnum þínum!! ;)

    Hafðu það gott skvíss á dósinni góðu ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home