Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 25, 2005

4 dagar í frumsýningu

Nú eru taugarnar heldur að strekkjast!!
4 dagar í frumsýningu - og því fylgir sami draumurinn aftur og aftur.

"Ég stödd í félagsheimilinu á leið inná svið og alltaf með hjartað í buxunum því ég á eftir að læra textann minn"

Ætla rétt að vona að ég lendi ekki í einhverju skemmtilegu "blakkáti" þegar þar að kemur :/ Sjáum til.

Ætla annars að hvetja alla, jafnt stóra sem smáa, til að mæta í Félagsheimilið að sjá Bangsímon og félaga. Frumsýning er á laugardaginn kl.16 og miðaverðið 1500 kr :)

8 Comments:

  • Úfff...púfff...ég sé ekki fram á að læra öll þessi lög fyrir jól!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:50 e.h.  

  • úff ekki segja frjósa!!! er við um að ég á eftir að klúðra einhverju STÓRT!! Getum við ekki bara reynt að spóla tíman aðeins til baka... bara svona ..viku kannski?!?

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 e.h.  

  • Hugrún mín, mig dreymir alltaf reglulega svona "hryllings"drauma, ég á sviðinu....fullur salur og ég uppgötva að ég hef aldrei lesið þetta handrit..hef alltaf mestar áhyggjurnar af meðleikurunum, hvernig þau muni höndla þetta, á móti mér sem kann ekki neitt!!
    Eins og ég hef sagt áður..þið eruð frábær, og vika í viðbót er ekki til neins..bara til að teygja lopann. Svo "brjótið fót".

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:57 e.h.  

  • Þetta heppnast allt vel ;) trúðu mér, þetta verður löövlý! Skil samt ekki fólk sem verður svona kvíðin fyrir leikrit, ég hef aldrei verið kvíðin... reyndar alltaf OF sallaróleg, sem er bara skondið... ;)

    Þið klúðrið þessu ekkert & munið standa ykkur með prýði.. end of story ;)

    Gangi YKKUR öllum vel, langar geggjað að sjá þetta leikrit ;) hlýtur að vera snilldin ein...

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:57 f.h.  

  • Ég er nú bara öfundsjúk útí ykkur leikarana að fá að taka þátt í þessari uppfærslu, efast ekki um að leikritið eigi eftir að lukkast glæsilega og þið öll munið standa ykkur eins og atvinnuleikarar!!!
    En svona smá stresshnútur er bara af hinu góða og heldur manni á tánum, því að um leið og maður labbar út á sviðið og ljósin kvikna og maður sér spennta áhorfendurnar, gleymir maður öllu stressi og lifir sig inní hlutverkið:) Þetta er æði!
    "Break a leg"

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 f.h.  

  • Heyrði... þetta verð ég að sjá.. reyni kannski að gera mér ferð norðu til að sjá frænku á sviði... eru margar sýningar...?

    By Blogger Linda Hlín, at 10:46 f.h.  

  • tja... ætli verði nokkuð frumsýnt strax... þarf ekki búninga ti þess? Ég er nú ekkert viss um að þeir verði klárir...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:01 e.h.  

  • @Bangsímon - ég skrifaði þetta allt saman í cd fyrir þig til að auðvelda þér að læra þau :)

    @Jakob - það versta er að sennilega verðum við ekkert tilbúnari eftir viku! Held þetta sé bara spurning um þor :)

    @Forynja - hehe .. ég spái aldrei neitt í meðleikarana. Hlýt að vera svona mikill eiginhagsmunaseggur :)

    @Soffía - Gott að þú rifjir e-n tímnann upp gömlu góðu á Blö ;)

    @Thelma - Þú kannski sendir mér kannski smávegis af þessu rólegu taugum þínum :) Svona þegar ég hugsa til baka man ég aldrei eftir þér eitthvað stressaðri í verstu törnunum í Esso. Dugleg stelpa. ÉG ætla að taka þig til fyrirmyndar.

    @Gréta - Takk fyrir það og takk fyrir þessa tröllatrú á okkur :) Nú er bara að standa undir væntingum.

    @Linda Hlín - Vertu velkomin!! Þú átt eftir að koma og skoða húsið mitt líka :) Sýningarnar verða ef vel gengur u.þ.b. 6 og þá væri best fyrir þig að koma um helgina eða helgina eftir, 4-6. nóv.

    @Hrefna - Er það búningahönnuðurinn eða Hrefna Ósk sem ritar :) Ef það er búningahönnuðurinn þá verður þetta nú allt saman klappað og klárt hjá ykkur :) Ekkert smá sem þið hafið komið í verk á þessum stutta tíma, reyndar með vöku og striti, en þið massið þetta!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home