Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 23, 2005

Aldur er afstæður


Í ófá skiptin hefur einhver sagt við mig eitthvað á þessa leið "Njóttu þess að vera ung, það eru bestu árin í lífi manns" og þá hef ég ósjaldan velt fyrir mér hvenær kemur eiginlega að þessari tilfinningu að maður hættir að vilja eldast.

Það er komið að því.

Í næsta mánuði stend ég frammi fyrir því að verða 24. ára og mér líst bara ekkert á það. Núna finnst mér ég vera orðin nógu gömul og segi stopp, ætla mér jafnvel að bakka bara og verða 22. ára aftur.

7 Comments:

  • Aldur hvað er nú það,,ég er ekkert að grínast en oftast hef ég ekki hugmynd um hvað ég er gömul, nema ég reikni aðeins og út frá árinu, og það getur nú gengið allavegana.En það er bara fínt að vera 41. Kveðja Mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:45 f.h.  

  • eg ekk tessa tilfinningu tegar eg var 19 tar sem eg stod i teirri meiningu ad tad væri best ad vera 18 passleg abyrgd passlegt frelsi eftir tad hafa krofurnar til manns og abyrgd bara aukist en frelsid bara stadidi i stad

    By Blogger Elva B, at 10:19 f.h.  

  • @Mamma - Já móðir góð maður hefur ósjaldan leiðrétt þig þegar þú ert að tala um aldur þinn :)

    @Elva Björk - Já skrítið bara að ég hafi ekki fengið þessa tilfinningu fyrr :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:51 f.h.  

  • Shiiit, ég var e-ð svo hrædd við að verða tvítug núna í haust og jerimias, vildi bara vera 18 ára að eilífu...! Alveg sammála Elvu, allt fínt og vel takmarkað...! Manni líður eins og ally mcbeal á tímapunktum skoh! skelkaður eins og stunginn lítill grísarungi ;) heh..!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:13 e.h.  

  • Sussubíja Hugrún það er ekki þessi töludrusla sem skiptir máli. Það er hvcað andin segir. Sumir eru fæddir gamlar sálir og aðrir eru allatf 20 og tralala :) Hvað finnst þér þú vera gömul í anda það er það sem blívar!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:17 e.h.  

  • @Thelma - Njóttu þess á meðan þú getur :) verðum komnar saman á elliheimilið áður en við vitum og þá verður sko skrafað og grínast.

    @Jakob - Satt er það :) enda ertu ung í anda!! HEYR HEYR. En verst þegar líkaminn fer þá að svíkja mann, hrukkurnar að koma og svona :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:36 e.h.  

  • Þetta er náttúrulega agalegt!! He he segir gamla konan sem er alveg að verða 27.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home