Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 12, 2005

"Fíflagangur"

Er ég sú eins sem læt fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk bloggar með styttingum, eða í sumum tilfellum styttir það ekki einu sinni orðið. Tók saman á 5 mínútum örfá dæmi um slíkt!!

þaggi - er það ekki
geggt - geðveikt
marr - maður
náttlega - náttúrulega
kmr - kemur
ettir - á eftir
etta - þetta
eikkað - eitthvað

Mér finnst þetta svo mikill fíflagangur að ég á ekki til orð. Að sjálfsögðu nota flestir slangur svona endrum og sinnum en öllu má ofgera því víða má sjá bloggsíður þar sem svona orð birtast í hverri setningu.
Þar sem maður er nú líka einu sinni kennari fer þetta enn meira fyrir brjóstið á mér þar sem fólk á öllum aldri á nokkuð erfitt með að læra að stafsetja rétt. Þetta er nú EKKI til að bæta ástandið því hjá þeim sem eru iðnir við að lesa bloggsíður er nokkuð ljóst að sjónminnið brenglast!!

OG HANA NÚ SAGÐI HÆNAN!!!

15 Comments:

  • hvað segirðu svo um föstudaginn? á að skella sér í bæinn, ég lofa miklu stuði:)

    By Blogger **********, at 2:55 e.h.  

  • Guði sé lof fyrir að ég sé ekki sú eina sem á eftir með að þola þessa ofnotkun á svona....

    ps viltu segja Heiðari að hann eigi mail frá mér á hotmail.com.... virkaði ekki netfangið sem ég fann á síðu skólans.

    kveðja,
    Rannveig Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:58 e.h.  

  • @Erla - Ha ..
    bæinn ..
    hvar er það? ..

    æææææææ

    Mig langar heilmikið að koma og hitta ykkur!!! eeeééénnnn ég er að spila í afmæli á laugadaginn.

    @Lena - Búin að koma skilaboðunum áleiðis!! ... og ágætt að vita að einhverjir eru sammála mér :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:51 e.h.  

  • Maður má nú alveg hafa skoðanir á þessu eins og öðru :) þótt maður hætti ekki endilega lestri.

    Mér finnst nú t.d. gaman að fylgjast með litlu systur minni þótt ég sé ekki endilega sátt við ritstílinn!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:00 e.h.  

  • Ég er alveg sammmála þér Hugrún, kannski af því að ég er líka kennari ;) mjög mikilvægt að skrifa "rétt."

    Kveðja Karen Björk, sakna þín snúll

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:34 f.h.  

  • Ég er SVO sammála þér! Þetta er algjörlega tilgangslaust og svo rosalega ljótt að ég hef stundum hætt að lesa í mótmælaskyni! Hvað varð um að varðveita okkar ástkæra ylhýra??

    By Blogger Guðný, at 9:49 f.h.  

  • @Karen Björk - Ef við kennararnir reynum ekki að vernda málið okkar - hverjir þá :)
    Annars er ég mikið búin að vera að hugsa til þín síðustu daga og eiginlega skammarlegt að ég sé að skrifa það hér í staðin fyrir að vera bara ekki búin að taka upp símtólið og hringja í þig mín kæra :)
    HEYRUMST!! og vonandi sjáumst fljótlega.

    @Guðný - já sumum síðum gefst maður einfaldlega uppá en þrjóskast við á öðrum :) Við forynjurnar verðum að gera það sem við getum til að passa uppá málið okkar :)

    @Soffa - Sylvía Nótt er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar þú skrifar þúst ...
    En annars fer þetta jafn mikið fyrir brjóstið á mér hvort sem þetta eru börn eða fullorðnir, jafnvel meira hjá börnum því þau þurfa meira á því að halda að vera að lesa rétt og skrifa rétt.

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:16 e.h.  

  • Well well well búin að blogga! En ég er sek... um að nota orðið gegt oft :) *híhí* en hin orðin, er ekki til í mínum orðaforða...!! Vona að mín síða sé ekki mjög slæm fyrirmynd... :/ ísssk..!! reyndar koma inn svakalega enskuslettur af og til, en þær drepa engann! vonandi...!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:33 e.h.  

  • Verða að viður kenna að ég nota eitt af þessum slanguryrðum. En mér finnst samt hræðilegt að lesa síður sem eru pakkfullar af svona slettum. Stundum er ég eiginlega bara ekki að skilja hvað er verið að tala um.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:48 e.h.  

  • Jæja er búin að vera að pæla mjög mikið í þessum slangurdóti..!!
    Mín helstu eru: gegt, lööövlý, e-ð, dem ... vonum að þau fari ekki of mikið í þínar fínustu hon.. ;) veit að þú nennir alltaf að lesa bloggið mitt ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:49 e.h.  

  • @Solla - Tekin!! hehe, nei nei .. er ekki allt gott í hófi ;) finnst nú langt frá því að sletturnar þínar séu komnar út í öfga .. :)

    @Thelma - Þetta hlýtur allt saman að sleppa fyrst ég geri mér ennþá ferðir á síðuna þína ;) heheheh

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:07 e.h.  

  • Hugrún Sig og Heiðar Logi. Þið hafið hér með verið kítluð!!! Nánari upplýsingar um það á heimasíðunni minni. Hí hí

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 e.h.  

  • What .. humm. Forvitin er ég. Best að gá hvað það er :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 e.h.  

  • Er mjög sammála, gæti auðvitað verið þetta kennaragen ;-) Finnst þetta alveg hræðilegt hjá fullorðnum og leiðinlegt hjá unglingum....og verð að viðurkenna að ef það er of mikið í textanum þá missi ég áhugann á að lesa...máski er það tilgangurinn ;-P

    By Blogger Gunnella, at 2:42 e.h.  

  • @Gunnella - Tilgáta mín um að kennaragenin pirri sig meira þessu er á góðri leið með að standast :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home