Gleði gleði gleði - gleði alla tíð
Ég er svo glöð núna að ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gera við alla gleðina. Kannski það sé til sérstök stofnun fyrir fólk sem er svona glatt? Ég ætti hreinlega að drífa mig þangað með alla mína gleði. Það gladdi mig nefnilega svo, á þessum dýrðar sunnudegi að horfast í augu við að:
Þvottavélin okkar og ísskápurinn tóku þær sjálfstæðu ákvarðanir að verða öskuhaugamatur. Til fjandans með þetta hel***** drassl!! ... svo ekki sé minnst á að við urðum að nota 75 þús. kr. í bílinn af skynsemisástæðum því tímareim, vetrardekk og smurning eru víst jafn nauðsynleg eins og matur fyrir mig.
Afsakið - nú líður mér miklu betur :)
En af helginni er annars það að frétta að við vorum með gesti. Fannar bróðir hans Heiðars og Elín, spúsa hans komu til okkar.
Ég held að þau muni ekkert heimsækja okkur aftur í bráð!!
Í gærkvöldi spiluðum við nefnilega kana, sem er ekki frá sögum færandi, nema að ég var voðalega góð við minn mann og strauk löppinni á honum, ofurblítt, með stóru tánni minni. Eftir dágóða stund og blíð atlæti fannst mér minn maður sitja á heldur undarlegum stað miðað við að ég var að strjúka honum og spyr ,,Heiðar er ég ekki alveg örugglega að stjúka lappirnar á þér" þá leit Fannar bróðir hans undrandi á mig og sagði "ég hélt að þetta væri Elín að strjúka mér"!!!!!!
Svona getur nú farið fyrir manni ....

Afsakið - nú líður mér miklu betur :)
En af helginni er annars það að frétta að við vorum með gesti. Fannar bróðir hans Heiðars og Elín, spúsa hans komu til okkar.
Ég held að þau muni ekkert heimsækja okkur aftur í bráð!!
Í gærkvöldi spiluðum við nefnilega kana, sem er ekki frá sögum færandi, nema að ég var voðalega góð við minn mann og strauk löppinni á honum, ofurblítt, með stóru tánni minni. Eftir dágóða stund og blíð atlæti fannst mér minn maður sitja á heldur undarlegum stað miðað við að ég var að strjúka honum og spyr ,,Heiðar er ég ekki alveg örugglega að stjúka lappirnar á þér" þá leit Fannar bróðir hans undrandi á mig og sagði "ég hélt að þetta væri Elín að strjúka mér"!!!!!!
Svona getur nú farið fyrir manni ....
7 Comments:
Bahahahhahahahaaaaa:)
Þú ert náttúrulega bara hreinræktaður snillingur Hugrún Sif! Vá hvað þetta var fyndið.
Hefði alveg viljað vera lítil fluga á vegg þarna og hafa séð svipinn á fólkinu við þessar aðstæður:)
By
Nafnlaus, at 8:43 e.h.
Þetta er svona álíka og þegar þú ákvaðst að taka svo blítt í Heiðar þinn í brúðkaupinu hjá Betu og Bigga... og þegar þú snérir þér við þá var þetta víst bróðir þinn sem stóð stjarfur og vissi ekki hvernig hann átti eiginlega að vera... hehehe... þá hlóg ég ansi mikið...
By
Linda Hlín, at 11:16 e.h.
Shit ... ég var nú alveg búin að gleyma því :) ..... !!! Það var BARA vandræðalegt ...
By
Hugrún Sif, at 11:19 e.h.
ó mæjjj gooood!!! smá skondið og hmmm... vandræðalegt!!! en getur gerst fyrir bestu menn ekki satt ;) heh..
By
Nafnlaus, at 11:25 e.h.
Humm!!!
Hvaða hrakfarir er átt við ;)**** hehe
By
Nafnlaus, at 11:19 f.h.
hehehe þetta er baaaara snilld;)....hehehe....ég sé þetta í anda;)...hefði viljað vera þarna;)..ég efa það að Fannsi sé eikkað stressaður yfir þessu;)..hihihhi..en heyrðu voru bræðurnir ekkert tapsárir út í hvorn annan;)? mig minnir að það hafi verið oft læti þegar þeir voru að spila.....hverjir unnu?....kv.Linda Dagmar
By
Nafnlaus, at 1:27 e.h.
@Linda Dagmar - JEMINN!!! Jú þeir áttu smá erju :) ... en það var bara fyndið svona eftirá ...
By
Nafnlaus, at 5:50 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home