Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 30, 2005

Já nú er ég hissa!!

Þá eru sýningar komnar á fullt, já eða tvær búnar. Þetta hefur allt saman gengið nokkuð vel bara.

... en það er eitt sem liggur mér á hjarta og ég er frekar mikið hissa á. Þannig er mál með vexti að Skagfirðingar eru líka að sýna barnaleikrit og eitthvað eru þeir ósáttir við að Blönduósingar séu að sýna Bangsímon. Eins og flestir hafa kannski tekið eftir þá sendu þeir auglýsingu í Gluggann og fréttatilkynningu á huna.is. sem er bara gott mál.

Við Húnvetningar sendum sendum hins vegar auglýsingu á fréttavefinn www.skagafjordur.com en hvað haldið þið? Þeir birta ekki auglýsinguna okkar!!! HALLÓ.

Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og sýna best að þetta er sko ekki óháður fréttavefur fyrir fimm aura!! Að láta svona finnst mér mjög skítt og greinilegt að samstaðan og gleði fyrir hönd annarra er ekki til staðar þarna í Skagafirðinum því ofan á allt saman lét formaður leikfélagsins ýmis orð falla um það að við værum að setja upp leiksýningu. Hvað kemur þeim það við - maður spyr sig?

Já svona er þetta nú bara.

8 Comments:

  • Góð.............

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:58 e.h.  

  • Gamli rígurinn greinilega enn við lýði og fólk ekki tilbúið að samfagna og gleðjast með sveitungunum í næstu sýslu - þetta er bara hrein og klár öfund.
    En ég frétti að frumsýningin hafi gengið svakalega vel og hún móðir mín vildi meina að hún hafi séð smá Grétu í Kanikkunni og ég þakkaði bara kærlega fyrir mig og tók því vitaskuld sem stóru hrósi, sem það líka var:) Ekki á hverjum degi sem maður heyrir að maður líkist sætri og kátri kanínu:) híhíhí

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:02 e.h.  

  • @Forynja - já við erum nú ekkert alveg sátt :)

    @Gréta - Ég sagði einmitt við mömmu þína að það væri sko ekki amalegt að vera líkt við þig :) það er ekki hægt að taka því öðruvísi en sem hrós. Hljóta að vera einhver ættargen þarna sameiginlega hjá okkur :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:45 e.h.  

  • obbosí...

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:29 e.h.  

  • Erum vitaskuld kvenskörungar miklir og merkilegir Hugrún mín:) hehehehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:10 e.h.  

  • Já þetta er vissssulega skít. En þetta eru bara skagfirðingar ... og ekkert við því að gera.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:33 e.h.  

  • Ohh langar að sjá þetta leikrit ;) Litla kanikkan mín hihi ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:02 f.h.  

  • @Jórunn - Þú hefðir nú ekki látið þér detta svona í hug Jórunn þótt þú sért nú Skagfirðingur :)

    @Gréta - HA kvenskörungar... jú jú ekki getur maður neitað því :)

    @Solla - já þetta eru bara Skagf .. þeir geta ekkert breytt því hvað við erum frábær, múahaha, þannig að þótt þeir auglýsi okkur það ekki stoppar það ekki mannmergðina sem bíður í óða önn eftir sýningum :)

    @Thelma - Þú mættir nú alveg láta sjá þig Thelma mín :) Er farin að halda að þú sért farin að forðast Húnabraut 3 eftir að ég flutti þangað ...

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home