Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, október 03, 2005

Margt segir fólkið en Búkolla segir bara muuuu!!!

Sameining sveitarfélaganna...

Maður hefði nú haldið að það yrði ekki um annað rætt en sameininguna nú á dögum en það ber lítið á því, varla múkk sem heyrist. Mér finnst persónulega að þetta sé til skammar að við getum ekki sameinað okkur sem ein heild og miklu sterkari fyrir vikið heldur en að starfa í sitt hvoru horninu en jafnframt ofaní hvort öðru. Mín skoðun er sú að þetta verði fellt þann 8. október n.k því miður af þá Skagaströnd og einhverjum nískum bændum sem vilja ekki láta peningana sína niður á Blönduós en geta samt sem áður sótt vinnur og annað slíkt til okkar.. Uss... en svona er þetta bara.

Atvinnumálin á Blönduósi...

Mikið hefur verið rætt um atvinnumálin á vef okkar húnvetninga huni.is undanfarið og hafa þær umræður verið gáfulegar og heimskulegar:) Ég var nú að telja upp það sem er í gangi atvinnulega séð hér í sýslu og það er að mörgu að taka t.d Sjúkrahúsið, skólinn, sambýlið, leikskólinn, norðurós, bærinn, krákur, stígandi, ullaþvottarstöðin, rafþjónustan, kjalfell, kbbanki, sölufélagið og mjólkurstöðin svo það er nóg að gerast. Þetta er bara spurning um að þeir sem nenna að vinna hafa vinnu ekki flóknara en það. Við erum líka alltof svartsýn hér í sveit við þurfum bara að hafa tögg í okkur og hætta í þessu og hana nú. Það gerist ekkert gott meðan við erum að þessu tuði.

Verið nú dugleg við að nota kommentakerfið um þessi málefni og segið ykkar skoðun. Endilega gagnrýnið mig ef ykkur finnst ekki eitthvað rétt en þá myndi ég ekki setja nefnið mitt við kommentið ;)

Annars allt gott.

8 Comments:

  • Eflaust er það rétt hjá þér í einhverjum tilfellum að atvinnulaust fólk hér þyrfti þess kannski ekki ef að það nennti hreinlega að vinna.
    En svo má heldur ekki gleyma því að störfin hérna henta kannski ekki öllum. Td öll störfin á sjúkrahúsinu. Sumt fólk getur hreinlega alls ekki verið í vaktavinnu.

    Mér finnst aðallega vanta hérna störf sem borga almennileg laun, þe dagvinnulaun.

    Ég er líka hrædd um það að þessi sameining verði ekki að veruleika í þetta skiptið. Ég mun þó segja JÁ á laugardag....

    kv Rannveig Lena - Húnvetningur og áhugamanneskja um bættara og betra sameinað samfélag hérna á stór "Blönduóssvæðinu" og þá er ég ekki að meina að Blönduós sé eitthvað merkilegra heldur en hin sveitarfélögin í dag...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:29 e.h.  

  • Ekki gleyma því kæri Heiðar, að Blönduósingar hafa líka vinnu við að þjónusta okkur "puhh" sveitafólkið. Svo hafið þið líka vinnu við það sem við framleiðum, t.d. í sölufélaginu og mjólkurstöðinni. Við borgum í heilbrigðiskerfið og fáum þar þjónustu líkt og þið og þið fáið vinnu við að hjúkra okkur.
    Annars er ég með sameiningum!!

    Sveitakona ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 f.h.  

  • Jæja gott fólk ...

    Að sjálfsögðu hellings hagur sem við höfum af fólkinu í sveitinni en sveitafólkið sækir nánast alla sína þjónustu til okkar ...!!!

    Ætti þá kannski að vera bara sér þjónusta í hverjum hreppi fyrir sig? Sér sjúkrahús og sér búð og sér sláturhús ..

    Nei .. heimskulegt væri það og þess vegna er heimskulegt að mínu mati að fólk á þessu litla svæði geti ekki starfað í þessu samfélagi sem ein heild.... Til hvers að vera að starfa í sín hvoru lagi þegar við einmitt þurfum öll á hvoru öðru að halda samfélaginu gangandi???????????

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:27 e.h.  

  • hei hugrún, kemstu í bæinn um þarnæstu helgi á árshátíð blakklúbbsins?

    By Blogger Guðný, at 10:56 f.h.  

  • Árshátíð blakkklúbbsins já :) og hljómsveitarinnar líka er það ekki ...

    Ég er svona nokkurn vegin búin að bóka mig á Hvammstanga í afmæli að spila dinner tónlist ... :/ Komið þið ekki bara þangað ;) Fríar veitingar og svoleiðis .. hehe

    Ætla annars að skoða málið aðeins betur!! Yrði það þá á laugadagskvöldinu?

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:58 f.h.  

  • laugardagskvöld var það heillin mín;)

    By Blogger Guðný, at 5:01 e.h.  

  • endilega að hun hugrún sif fari að rita örfáar línur hingað inn :)
    aðdáendinn mikli hihi!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:15 e.h.  

  • I´ll do it now ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home