Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 18, 2005

Taka tvö .... gangur lífsins!!


Já ég skellti mér á Hvammstanga um helgina. Orðið all langt síðan ég rak síðast þangað nefið og greinilega kominn tími á að hressa uppá minnið. Ég er nú t.d. ekki ennþá búin að ná því hvernig það var fræðilegt að villast þar. Já, það er engum blöðum um það að fletta að ég þurfti að hringja tvisvar sinnum og spurja til vegar.

Velti fyrir mér heilum ósköpum af hugsunum á leið minni um bæinn. Þarna hefur maður afrekað ýmislegt og upplifað, gott ef mér þykir ekki bara doldið vænt um þennan stað. Þarna átti maður fullt af kunningjum og félögum en svei mér þá, ég held að jörðin hafi gleypt megin þorrann af þeim. Það er orðið skuggalega langt síðan ég t.d. sá Kollu Stellu, Heimi, Reimar, Tomma, Ernu Sif, Dóra .. já og svo marga fleiri. Að vísu hef ég reglulega njósnað um Ernu og Kollu á í bloggheiminum en það er nú allt og sumt.

... og áfram héldu vísindalegar pælingar mínar og þá fór ég að spá í að það gæti alveg eins verið að ég eigi aldrei aftur í mínu lifandi lífi eftir að sjá eitthvað af þessu fólki. Það er nefnilega svo merkilegt með það að suma rekst maður á eins og maður sé með segul á þá en aðra hittir maður bara alls ekki.

Jæja - þetta voru nú heimspekilegar vangaveltur.
Kveð með tjai - og minni á að Bangsímon og félagar verða í fullum skrúða eftir 2 vikur. Ó shit.

8 Comments:

  • Hæ, já ég er alveg sammála Hugrún mín. Við bara hittumst aldrei. Verðum við ekki bara að plana H-vaða hitting næst þegar þú kemur suður? Kveðja Kolla

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:22 e.h.  

  • TÆPAR 2 vikur Holly shit!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:47 e.h.  

  • @Kolla - Jamm - let´s do something about it :)

    @Solla - Ég held að martraðirnar mínar muni ekkert lagast. Er ekki ennþá farin að sjá að þetta muni takast en spekingar segja að þetta sé víst alltaf svona. Allt að gerast á síðustu metrunum ;) Við getum allavega ekki annað en vonað!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:40 e.h.  

  • Þið hafið þetta og hana nú!!!!!!!!
    Hef fulla trú á ykkur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:59 f.h.  

  • @Forynjan - Takk fyrir það forynja:) Þar sem þú munt hafa mikla reynslu í leikhúsinu get ég ekki annað en trúað orðum þínum um að þetta muni hafast, hvort sem við þurfum þá að vera þarna langt fram á nætur eður ei :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:53 f.h.  

  • Litli æðimoli ;)
    ...hvað segiru, tónleikar hvert einasta kveld ;) ljúft líf *híhí* minnir mig á að vakna hvern einasta sunnudagsmorgun í denn með ókeypis söngtónleika að hætta Gumma x-granna á húnabrautinni!!!

    hihi... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:39 e.h.  

  • @Thelma - Hehehe. Ég var heillengi að fatta hvað þú átt við!! :) Var að spá í hvort þú ættir við Gumma rauða eða hvað þú eiginlega meintir. Kveikti sumsé á perunni fyrir rest :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 e.h.  

  • Já, svo eftir allt saman er hausinn ekki bara hattastandur ;) *hné hné* en já ekki skemmtilegustu sunnudagsmorgnar í heimi, en við lifðum ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home