Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

22. nóvember

Þá afmælisdeginum lokið í ár og dagurinn bara hinn ánægjulegasti!! Þakka að sjálfsögðu öllum kærlega fyrir heimsóknirnar, pakkana, sms-in, e-mailin og símhringingarnar þótt síminn hringi nú sjaldnar með hverju árinu sem líður eftir tilkomu tækninnar, gemsans og tölvunnar.

Annars er eitt sem stendur algjörlega uppúr eftir daginn!! Það eru nemendur mínir :) Þau voru dugleg að laða fram bros hjá mér í dag og mér þótti alveg ótrúlega vænt um hvað þau voru dugleg að gleðja litla hjartað mitt. Herlegheitin byrjuðu í 7. bekk þar sem ein af stúlkunum var svo góð að baka þessa líka myndar köku handa mér :) Þúsund þakkir fyrir það og alveg frábært að eiga eitthvað með kaffinu þar sem ég hef engar frægðarsögur af MÉR að segja í bakstrinum. Á leið minni úr kennslustofunni komu drengir úr 9. bekk og færðu mér eyrnalokka og spennur :) Greinilegt að þeir hafa skoðanir á "átfitti" kennara. Þá lá leiðin upp í 10. bekk til umsjónarnemenda minna og gott ef þeim tókst ekki kalla fram tár hjá mér. Þarna stóðu þau öll sömul, búin að stilla sér upp í hóp og sungu afmælissönginn á dönsku. Síðan beið mín Aftereight og afmæliskort á kennaraborðinu!! Þá hélt ég nú að ekki væri hægt að koma mér meira á óvart EN um kvöldið var bankað, og þegar ég kom til dyra stóðu þar stúlkur úr bekknum mínum með SVO FLOTTA köku og kerti. Reyndar slökknað á kertunum :) - var aðeins of lengi til dyra - en alveg frábært að geta endað daginn á að fá sér meiri sykur :)

Eins og ég segi .. hinn ánægjulegasti dagur og ég bara í skýjunum með hvað krakkarnir voru dugleg að gera eitthvað skemmtilegt!! TAKK FYRIR DAGINN.

4 Comments:

  • Til hamingju með daginn enn og aftur ;) Þú ert nú ansi vinsæll kennari held ég barasta!
    Ætla svo rétt að vona að hann Heiðar hafi nú stjanað við þig e-ð líka ;) Það er nú algjör skylda...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:31 e.h.  

  • Verði þér að góðu !;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:36 e.h.  

  • Betra er seint en aldrei...
    Innilega til hamingju með daginn í fyrradag (úps) og greinilegt að nemendurnir kunna vel að meta góðan kennara:)
    Gott að heyra hvað dagurinn var frábær:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:57 f.h.  

  • @Thelma, Hulda og Gréta - Þúsund þakkir til ykkar !! :) Veit ekki hvort þetta hafi nú eitthvað með vinsældir að gera :) en þau allavega hata mig ekki mikið fyrst þau eru svona góð við mig!! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home