Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, nóvember 19, 2005

How to make a fool of your self!!

Komin heim úr borginni - degi fyrr en áætlað var ..
Hef nú harla lítið um þessa ágætu ferð að segja annað en að vinningasöfnun gekk vel og stefnir í stórbíngó í Félagsheimilinu á fimmtudagskvöldið.

Fór að vísu frægðarför í Pennann að skoða danskar léttlestrarbækur og lenti í smá vééseni og hálfvitalegu samtali. Þar sem ég sá mér ekki fært að mæta í gær á einhverja formlega kynningu með kampavíni og snittum þá varð ég að fara upp á 4. hæð hússins í eitthvað afdalaherbergi og mér varð nú ekkert rosalega skemmt þegar konan opnaði lyftudyr og sagði við yrðum að fara upp að skoða þær.

"Uuuu er engin leið uppí þetta herbergi nema með lyftu?" spyr ég með skelfingarsvip.
"Nei því miður" svarar afgreiðsludaman
"Nú heyrðu, þá bara því miður get ég ekki skoðað bækurnar því frekar geng ég upp 150 hæðir en að fara inní þessa lyftu." sem by the way var ekki mjög traustvekjandi
"Nú svoleiðis, ó, heyrðu jú það er víst hægt að fara upp stiga" HALLÓ!!! Allt í einu var til stigi sem ekki hafði verið til nokkrum sekúndum áður, eins og hann hafi bara allt í einu galdrast í húsið. Upp stigann fór ég, valdi bækur og þá kom að því að fara niður og afgreiðsludaman segir.
"Þú ferð bara stigann og ég tek lyftuna því við komumst ekki til baka með lyklinum. ÉG verð að koma hinu megin frá og opna!!" Djöfull fannst mér fáránlegt að það væri hægt að fara inn um dyrnar með lyklinum en ekki út um þær, þvílík vitleysa, og áður en ég vissi af kom konan röltandi niður stigann á eftir mér.
"Heyrðu, lyftan er víst biluð, ég man allt í einu núna að ég get hleypt þér út um dyrnar!!!" Jæja, fleiri töfrabrögð. Kemur kanína upp úr hausnum á henni næst, hugsaði ég. Allt í einu var hægt að fara út um dyrnar sem ekki var hægt að fara út um nokkrum sekúndum áður og þá fór ég nú að óttast að ég væri stödd þarna með einhverri snarruglaðri konu sem gæti alveg eins tekið uppá því að drepa mig næst miðað við háttalag hennar.

Já það er öruggast að vera bara á Blönduósi!!!

5 Comments:

  • vá hvað ég er sammála þér með lyftuna;)...ég er ekki lyftumanneskja heldur!...lang öruggast að halda sig bara á Blönduósi;).hihih...Heyrðu ég er búin að pota í Heiza á blogginu mínu. kv.Linda Dagmar

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:21 e.h.  

  • Já já Hugrún mín ég hef alltaf sagt það.......
    Það er ekkert að vera skrítinn ef það sést hvergi.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:55 e.h.  

  • Ha hah ha ha ha ha

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:36 e.h.  

  • @Linda Dagmar - gott að finna einhvern sem skilur jafn vel og ég hvað lyftur eru hættulegar :)

    @Mamma - ég verð að biðja þig um að setja túlkinn í málið.. Er ekki alveg að skilja :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:56 e.h.  

  • Hugrún Sif 24 ára :)
    Í dag er 22. nóvember eða eins og einhver sagði "tusannar nóber" svo mér datt bara í hug að óska þér til hamingju með afmælið frænka mín.
    Hafðu það gott og sjáumst á morgun.
    Kveðja úr sveitinni
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home