
Það fer víst eitthvað lítið fyrir bloggi þessa dagana. Ég hef það mér til afsökunar að það er bara fjandi mikið að gera. Krakkarnir mínir (10. bekkur) eru með bingó í næstu viku þannig að við ætlum að skutlast með þau suður á morgun til að ná í vinningana sem þau eru búin að safna. Svo eru fundir hingað og þangað, á Skagaströnd, í tómstunda- og íþróttaráði og foreldrafundir svo eitthvað sé nefnt. Nú ekki má gleyma guðsrækninni í mér :) Er byrjuð með tómstundastarf kirkjunnar TTT (tíu til tólf) já og kirkjukórinn tekur sinn tíma. Mín bíður að halda næsta saumaklúbb og svo verð ég árinu eldri í næstu viku svo að ekki væri slæmt að gefa sér tíma til að baka eina köku eða svo. Ég er náttúrulega líka í minni vel rúmlega 100% vinnu og með flautunemanda ... og svona gæti ég haldið áfram.
Ég þarf væntanlega ekki að taka fram að ég er nú engin spes húsmóðir þessa dagana. Engar steikur bornar á borð, þvottahúsið á hvolfi og rykmaurarnir hafa það stórgott :)
Er þetta ekki annars að verða ágætis afsökun fyrir því að trassa bloggið?
5 Comments:
til lukku með afmælið,,, veit að það er þá og þegar... ;) Ekki satt! Kíkti ekki í heimsókn þar sem ég heyrði þegar ég kom á króknum að það var hálfgert IDOL party þarna uppi... sönglast með meðal annars britney spears ;) gaman af því, ákvað að leyfa ykkur skötuhjúum að njóta sunnudagsins í róóó.. ;)
By
Nafnlaus, at 1:02 e.h.
Hvað eru eiginlega margir klukkutímar í sólarhringnum hjá þér mín kæra??? Ef þú lumar á e-m extra er þér velkomið að senda nokkra hingað til mín í Kópavoginn:)
By
Nafnlaus, at 11:44 f.h.
@Thelma - Þakka þér þótt ekki sé komið að því ennþá ;) en jú jú .. smá tónar teknir fyrir ballið og skil ekkert í ykkur að hafa ekki bara slegist í hópinn!! ;)
@Gréta - Heyrðu ... ertu ekki búin að heyra af því að það er hægt að sækja um auka tíma á sólarhring hjá kb-banka, allt falt fyrir rétta verðið :D heyrðu nei annars, ætli þú þekkir ekki manna best hvernig skal koma miklu í verk á skömmum tíma :)
By
Hugrún Sif, at 8:55 e.h.
MúHaHa, slegist með ;) Jerimias þá myndu svona díí allir flýja hratt út úr íbúðinni! En við Hulda skemmtum okkur konglega að hlusta á ykkur öll sönglast, þetta var eiginlega bara snilld! ;) En annars, eru einhverjar deilur milli granna hmm.. heiðar vs. vignir ;)
smá spaugelsi, bara skondið...
By
Nafnlaus, at 8:21 e.h.
@Thelma - smá samstuð ... æ við vorum nú með doldlar áhyggjur af þessu öllu saman en gott að hann er að skríða saman aftur!!
By
Nafnlaus, at 11:09 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home