Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Nú er úti veður vont!!

Var að heyra eitt skondið en athyglisvert!!

Á annarri sýningu okkar á Bangsímon fór ein lítil hnáta lafhrædd heim og gat ekki hugsað sér að sitja útí sal og horfa því hún var svo hrædd við Kaninku!!!!!!!!!!! Mér datt ekki í hug að ég gæti verið ógnvekjandi í kanínubúning :)

Annars fátt annað að tala um en blessað veðrið sem stjórnar lífi ansi margra. Það fór víst ekki framhjá neinum að veðurguðirnir voru aðeins að hrekkja þá sem voru á ferðinni í kringum helgina. Í hvert skipti sem kemur almennileg hríð kemst ég ekki hjá því að glotta yfir hríðinni ógurlegu sem skall á þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Það kom nefnilega þessi rosalegi snjóstormur og allt ætlaði um koll að keyra. Lestir og strætó komust ekki leiðar sinnar og maður fékk á tilfinninguna að heimsendir væri í nánd.

Þennan snjóstorm myndi ég undir venjulegum kringumstæðum á Íslandi skilgreina sem smá hret og mér fannst það ekkert voðalegt að snjórinn næði mér hálfa leið upp að hnjám. Já svona er þetta nú misjafnt hvernig fólk upplifið veðrið!!

.. og svo er alltaf gaman að rifja upp eina fræga fótboltaferð. Ég stal frásögninni af blogginu hennar Lindu:

"hver man ekki eftir ferð okkar stelpna í 3. flokki kvk í Hvöt heim frá Akureyri eftir eitthvað mót... sátum fastar í 18 kl tíma að mig minnir með eitt epli eða svo til að bítast um... sömdum lag á leiðinni (blikandi stikur) ávallt stemmning á stelpunum... Svo þegar við komum heim á Blönduós tók hjálparsveitin á móti rútunni hjá Esso og fylgdi öllu liðinu heim... mig minnir að pabbi hafa haldið á mér og Hugrúnu heim þar sem við bjuggum svo nálægt."

Gaman að þessu ... eða ekki!!

3 Comments:

  • Hehe....shit hvað ég man eftir þessarri ferð, minnir nú að ég hafi verið einn af aðaltextahöfundum af þessu lagi, og við þurftum að fá endurgreitt rútuna til að lifa af einn´sólahring í viðbót á Akureyri, svo vorum við KLUKKUTÍMA frá Skagastrandarafleggjaranum inn á Blönduós..........var einmitt að rifja þetta upp um daginn..hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:13 f.h.  

  • Danir verða náttla crazy ef það kemur smá snjókoma... svo klikkaðar þessar elskur!

    By Blogger Linda Hlín, at 11:40 f.h.  

  • @Kristín Ingibjörg - Greinilega fleiri en við tvær sem mundu aldrei gleyma þessari ferð!! Mig minnir einmitt líka að það hafi einhverjar verið orðnar geðveikar á söngnum í okkur :)

    @Linda - tell me about it :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home