Tippleikur

Ég er heldur alls ekkert að atast í Heiðari eða monta mig af því að ég fékk hærra skor en hann um helgina. HUMM - HA.
En ég ætla að sleppa að monta mig af því sem ég fékk fyrir þessa 11 rétta. Ég var auðvitað alveg æsispennt að sjá hvað það myndi gefa mér og var svona líka hoppandi kát þegar ég sá upphæðina.
130 kr.
Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að gera við allan þennan pening!!
9 Comments:
hahahahahahahahahahaha!!!!
By
Linda Hlín, at 7:27 e.h.
Jæja já.. svona viltu þá hafa það .. það var ekkert verið að minnast á skiptin sem þú varst lægri en ég í tippleiknum ;) hehe nei nei þetta var flott hjá þér ..
By
Nafnlaus, at 9:27 e.h.
hahahahahahahahahahah:)
Get ég fengið lán hjá þér?
By
Nafnlaus, at 1:09 e.h.
Þetta er besta blogg sem ég hef lesið í dag!!! Algjör snilld. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. :-) Fylgist alltaf með þér mín kæra. Þarf að fara að heyra í þér.
By
Nafnlaus, at 7:17 e.h.
Þú getur td farið í esso og keypt þér 8,67 stk fílakaramellur eða það sem betra er... farið í samkaup og keypt þér ca 0,4kg af vínberjum...
annars gekk mér ekki nógu vel þessa vikuna í leiknum, bara 9 réttir. Það er nú svo sem ágætt samt... skárri en þessir 6 og 3 réttu sem að ónefndur hópur fékk í síðustu viku...
kv Rannveig Lena
By
Nafnlaus, at 7:54 e.h.
Konur í tippleik!!!! DÍSES KRÆST! Þetta á sko að banna,þetta er ekkert annað en djöfulsins heppni fram og til baka;) NEI BARA GRÍN! Þið eruð bara alveg að taka okkur í þurrt rassgatið!GLÆSILEGT;)
By
Nafnlaus, at 9:17 e.h.
Bwahaha... & aftur Bwahaha.. með söguna af þér á undan ;) Snilld ;)
By
Nafnlaus, at 9:37 e.h.
@Heiðar - hehehe. ÉG skal hampa þér ef þú verður einhvern tímann hærri en ég ;)
@Soffía - jah ekki er þetta einu sinni nóg fyrir kostnaði á sendibréfi til Danmerkur.
@Gréta - jájájá - nóg af peningum. Hvað vantar þig hátt lán?
@Ágúst - Gott að þú njósnar um mig :) og enn betra að þú gast skemmt þér yfir þessari færslu :) Heyrumst endilega fljótlega, og svo áttu alltaf eftir að kíkja á íbúðina okkar Heiðars - já og eftir að hitta hann líka :)
@Lena - jáh :) ÉG get bara gert fullt. Fékk alveg nýja sýn á peningana eftir að fá þessar uppástungur, hehe.
@Nonni - Við ætlum sko að meika það ...
@Thelma - Skil ekkert í Nonna að vera að kjafta svona sögum af mér ;)
By
Nafnlaus, at 10:35 f.h.
heheehe gott hjá þér Hugrún!...við stelpurnar erum nú miklu betri en strákarnir í svona tippi;)...allavega er ég í tippleik sem ég rústa alltaf;)..til hamingju með háu fjárhæðina!..kv.Linda Dagmar
By
Nafnlaus, at 3:04 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home