Gleðileg jolin .....
Gleðileg jól allir saman og sérstaklega þið sem ekki fenguð jólakort í ár. AFSAKIÐ - þetta gerist ekki aftur :)
Ég átti erfitt með að leita uppi hinn sanna jólaanda í sjálfri sem leiddi af sér að nokkur kort fóru í póst á þorláksmessu og hin komust aldrei á legg. Svona getur þetta víst farið.
Annars er ég búin að hafa það ofsalega gott um jólin. Að sjálfsögðu búið að spila heilan helling og fór á eins og eitt djamm. Stelpudjamm í lagi. Tók skrall með Helgu og Sigrúnu og við fundum út að það voru liðin ein 5-6 ár síðan við þrjár kíktum saman í könnu síðast. En það breytist aldrei að alltaf lofar maður sjálfum sér að drekka aldrei aftur þegar þynnkan tekur við daginn eftir, en það breytist heldur ekki að alltaf er maður jafn fljótur að hætta við þau áform þegar maður hefur jafnað sig eftir drykkjuna...
Og svo eru það draumarnir ... HJÁLP!!!
Mig dreymir stöðugt gamlar konur ráðast á mig, aldrei sama konan!! Nú og svo til að kóróna þetta allt saman þá réðst á mig hamstur í nótt, og hann gat flogið!! Já það var sko ekkert grín að forða sér undan honum. Nú ef einhver kann skilgreiningu á þessum furðulegu draumum mínum þá óska ég eftir henni hér og nú!! Finnst þetta ekkert sérlega skemmtilegir draumar.
Ég átti erfitt með að leita uppi hinn sanna jólaanda í sjálfri sem leiddi af sér að nokkur kort fóru í póst á þorláksmessu og hin komust aldrei á legg. Svona getur þetta víst farið.
Annars er ég búin að hafa það ofsalega gott um jólin. Að sjálfsögðu búið að spila heilan helling og fór á eins og eitt djamm. Stelpudjamm í lagi. Tók skrall með Helgu og Sigrúnu og við fundum út að það voru liðin ein 5-6 ár síðan við þrjár kíktum saman í könnu síðast. En það breytist aldrei að alltaf lofar maður sjálfum sér að drekka aldrei aftur þegar þynnkan tekur við daginn eftir, en það breytist heldur ekki að alltaf er maður jafn fljótur að hætta við þau áform þegar maður hefur jafnað sig eftir drykkjuna...
Og svo eru það draumarnir ... HJÁLP!!!
Mig dreymir stöðugt gamlar konur ráðast á mig, aldrei sama konan!! Nú og svo til að kóróna þetta allt saman þá réðst á mig hamstur í nótt, og hann gat flogið!! Já það var sko ekkert grín að forða sér undan honum. Nú ef einhver kann skilgreiningu á þessum furðulegu draumum mínum þá óska ég eftir henni hér og nú!! Finnst þetta ekkert sérlega skemmtilegir draumar.
8 Comments:
hehe.. ekki sofna þá þá hættir þig að dreyma;).. nei þetta er ekki gott...
By Nafnlaus, at 7:17 e.h.
Þú átt að fara í sjálfboðavinnu á sjúkrahúsinu og lesa uppúr bókum fyrir gamla fólkið; aðallega fyrir gömlu konurnar og svo áttu ættleiða lítinn hamstur:)
Kveðja spámaðurinn
By Nafnlaus, at 12:32 f.h.
@Heiðar - ef það væri svo einfalt ...
@Gréta - Mér finnst hamrstrar eins og mýs svo ég held ég láti það vera :) en gæti frekar verið til tals með að lesa fyrir gömlu konurnar... hehe. Annars ágætlega ráðið úr þessu hjá þér spámaður :)
By Nafnlaus, at 12:55 e.h.
Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir allt liðið. Sjáumst á nýjá árinu. Kær kveðja, Ágúst og fjölsk.
By Nafnlaus, at 12:18 e.h.
@Ágúst - Gleðilegt ár!!!! Láttu svo heyra í þér.. Líklegra að þú komir því í verk en ég :) Bið að heilsa restinni af fjölskyldunni.
By Nafnlaus, at 5:55 e.h.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla ;)
By Nafnlaus, at 5:13 e.h.
uhh... Kveðja Svava ;) heh
By Nafnlaus, at 5:13 e.h.
@Svava - vel gert Svava ;)hehe, annars gleðilegt ár!!!
By Nafnlaus, at 8:55 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home