Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, desember 15, 2005

Smá héðan ...

Síðan er í lamasessi en vonandi bætt úr því fljótlega.
Gef mér lítinn tíma til að skrifa þessa dagana enda var líf mitt að taka U-beygju og ég á eftir að koma skikki á hina ýmsustu hluti. Ég tók stóra ákvörðun, ákvað að láta skynsemina og hjartað ráða förinni í þetta sinn!! Er búin að vera svo voðalega lítil eitthvað í mér og ábyggilega ekki til meira af tárum út árið svo það þýðir ekkert annað en að halda áfram lífinu með sannfæringu minni um að ég hafi gert rétt. Svona er lífið. En svo það sé á hreinu þá eru öll dýrin í skóginum vinir :)

Annars er heldur betur farið að styttast í jólin og áramótin. Hlakka mikið til jólanna, enda hálf vonlaus jól í fyrra.

A. Fékk ekki rjúpur
B. Engin messa vegna veðurs

Í ár verður hins vegar annað uppá teningnum :)

Svo eru það blessuð áramótin ...
Hún móðir mín tók sig til og bókaði sig í Þórsmörk - ekkert smá ánægð með hana að skella sér :) EN ókosturinn sem fylgir því, ég veit hreinlega ekkert hvar ég á að vera. Langar mest að vera á Blönduósi en tjah, á eftir að finna út úr þessu öllu saman.

7 Comments:

  • já... ég get nú bara ekki sagt annað en að ég sé skuggalega spennt fyrir að eyða jólunum fyrir norðan!!! En hvað segiru um að skella þér bara til Noregs með stelpunni um áramótin?? ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 6:33 e.h.  

  • @Linda Hlín - Æi veistu það er voðalega freistandi eitthvað :) Hvað ætlarðu að vera lengi? Hlakka mikið til að fá þig um jólin!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:29 e.h.  

  • Fer út 29. des og kem aftur 5. jan!! Hlakka samt svo mikið til að koma norður að ég er ekki farin að pæla mikið í því að ég sé að fara út! :/

    By Blogger Linda Hlín, at 3:08 e.h.  

  • tja ef móðir þín er í Þórsmörk en eftir því sem ég veit best þá er það ekki á Blönduósi þá þýðir það líklegast að halda verði húsinu hennar Ragnhildar félagsskap. Það er því tvennt í stöðunni að þú farir e-ð annað en Blönduós um áramótin en þá munt þú verða með eilíft samviskubit með að hafa húsið tómt eða að halda húsinu félagsskap. Persónulega finnst mér það mun betri kostur og býð fúslega fram krafta mína til að aðstoða þig við að halda húsinu félagsskap...

    By Blogger **********, at 12:18 f.h.  

  • Er allavegana búinn að bjóða bróður þínum að vera hjá okkur og þér er velkomið að vera með okkur líka :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 e.h.  

  • ég býðst líka til að halda þér smá félagsap ;) *híhí*

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:20 f.h.  

  • @Erla - Heyrðu .. det er en aftale. Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Við pössum húsið hennar mömmu eftir matinn :)

    @Egill - ÉG held ég gæti ekki jólast í öðru landi :/ eitt af fáu sem togar ekki í mig varðandi útlönd.

    @Þórður - takk kærlega fyrir það!! Ég yrði rosalega glöð ef ég mætti koma og allavega borða með ykkur.. Skilst að það séu gerðar kröfur á mig að halda líka húsinu hennar mömmu félagsskap :)

    @Thelma - Ávallt velkomin :) Þá ertu búin að koma jafn oft til mín og á þristinn, hehe.

    @Brynjar - Líst vel á þessa hugmynd.. eða öllu heldur þessar hugmyndir!! :) Heyrumst endilega þegar þú ert kominn Norður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home