Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, desember 08, 2005

Tilveran

Mér finnst ég agalega dugleg núna. Er búin að fá fenderinn hans Hauks lánaðan. Það er sumsé nýi bassinn hans sem hann var að kaupa á ebay og hann var svo góður að lána mér hann svo ég geti nú farið að krossa við eitt af atriðunum af listanum sem ég sagðist ætla að gera áður en ég dey!! Það er ekki seinna vænna því ég sé nú ekkert fram á að verða neitt liðtækur bassaleikari á næstunni.

Já - the party is on!!

Svo passaði ég hann Þórð Pálma í fyrsta sinn í dag, enda brand new pilturinn, 13 daga eða svo. Það sem hann er búinn að bræða í mér hjartað, ég tímdi varla að líta af honum í eina sekúndu. Ég týndi mér alveg í að horfa á þetta litla fallega líf með fallegu einlægu augun. VÁ hvað hann er fallegur.

Kveð að sinni. Er alveg búin að týna mér á limewire!!

5 Comments:

  • Við pössuðum Þórð Pálma;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:34 e.h.  

  • Já takk kærlega BÆÐI tvö fyrir pössunina ;) Gott að vita af góðu fólki allsstaðar til passa alla þessa drengi þegar á þarf að halda. Gangi þér annars vel með bassann, mér fynnst samt alltaf fyndið að sjá stelpu spila á bassa veit ekki af hverju. Pizza bráðum ????

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:15 e.h.  

  • @Þórður - já afsakið vorum BÆÐI að passa :) Það er svo gott að fá bara svona lítil krúttleg börn LÁNUÐ. Anytime. Hver veit nema að ég spili á bassa með þér á gítar einn daginn, hehe það yrði skondið. En annars ég game á pizzakvöld sem fyrst. Kýlum á það í desember. Næsta föstudagskv. ef það verður ekki jólamatur hjá kennurum?

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:18 e.h.  

  • Já takk æðislega fyrir pössunina bæði tvö. Sorry að ég lét mig bara hverfa um leið og ég kom. Vona að Þórður hafi getað haft ofan af ykkur he he

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:03 e.h.  

  • Hugrún þú verður að lækka aðeins í klinginu mín kæra - svolítið truflandi hérna hjá bókaormum í próflestri:p hehehehhe

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home