TUSIND TAK!! :)
Það er svo yndislegt að fá óvæntan glaðning svona í miðju skammdeginu sem by the way er að ganga frá mér þessa dagana..
Dularfullur miði um að ég ætti eitthvað inná pósthúsi gaf af sér danskt nammi, danska DVD-mynd, danska tónlist og myndir af dönskum vinum. Er hægt að biðja um það betra? Dagurinn í dag verður því tileinkaður Danmörku og ég ætla að sjálfsögu að hygge mig með herlegheitin :)
... og svona af því að ég veit að Anne og Mads lesa bloggið mitt en reyndar ekki jafn viss um að þau skilji allt sem ritað er þá segi ég:
Kære ANNE. Tusind tak for overraskelsen!! Jeg kommer til med at hygge mig, ja, have sådan en rigtig dansk, dejlig dag!! En STOR varm tanke til dig :) Knus og kram.
.. og svona í lokin. Mana hér með alla til að gleðja einhvern í dag, látið nú renna í bað fyrir elskuna ykkar eða eitthvað :) Ég er allavega farin að kaupa íslenskar Bingó-kúlur og lakkrís-íssósu handa henni Anne minni (uppáhaldið hennar), þið megið endilega koma með tillögur um eitthvað fleira ekta íslenskt sem ég get sent.
ARÍÓS
Dularfullur miði um að ég ætti eitthvað inná pósthúsi gaf af sér danskt nammi, danska DVD-mynd, danska tónlist og myndir af dönskum vinum. Er hægt að biðja um það betra? Dagurinn í dag verður því tileinkaður Danmörku og ég ætla að sjálfsögu að hygge mig með herlegheitin :)
... og svona af því að ég veit að Anne og Mads lesa bloggið mitt en reyndar ekki jafn viss um að þau skilji allt sem ritað er þá segi ég:
Kære ANNE. Tusind tak for overraskelsen!! Jeg kommer til med at hygge mig, ja, have sådan en rigtig dansk, dejlig dag!! En STOR varm tanke til dig :) Knus og kram.
.. og svona í lokin. Mana hér með alla til að gleðja einhvern í dag, látið nú renna í bað fyrir elskuna ykkar eða eitthvað :) Ég er allavega farin að kaupa íslenskar Bingó-kúlur og lakkrís-íssósu handa henni Anne minni (uppáhaldið hennar), þið megið endilega koma með tillögur um eitthvað fleira ekta íslenskt sem ég get sent.
ARÍÓS
8 Comments:
opal og fylltar lakkrísreimar...
By **********, at 9:40 e.h.
@Erla - merkilegt nokk!! Allt sem hefur komið til tals er eitthvað tengt lakkrís :)
By Nafnlaus, at 10:04 e.h.
Ullarpeysu ;) eða eitt stykki sauðkind ówell kannski ekki góð í þessu! Sendi Rönnu alltaf NÓAKROPP! þegar hún var að rottast í usa... don´t know.. ;)
By Nafnlaus, at 9:12 e.h.
@Thelma - Oh ef ég væri jafn lipur og hún Þórdís með prjónana þá væri ég sko búin að skella í eina. Það væri náttúrulega auðvitað snilld!! :)
By Nafnlaus, at 10:37 e.h.
Iss! Það er hugurinn sem gildir erþað ekki? Reyndu að sleppa vel frá þessu og sendu póstkort með mynd af rollu og slefaðu á það eftir að þú ert búin að borða lakkrís þá fylgir smá lykt með þessu!Þetta ætti ekki að kosta þig meir en svona hundrað kall!!!!!
Hvað geturðu óskað þér betra???
By Nafnlaus, at 3:40 f.h.
Harðfiskur og smjör, snilldar íslenskt snakk.
By Nafnlaus, at 2:00 e.h.
@Nonni - Jón, þú veist að ég á fleiri fleiri milljónir þannig að mig munar ekkert um að spreða smá í þessar elskur :)
@Gummi - Minnist þegar ég fékk sendan harðfiskt til DK og opnaði hann í skólanum við LÍTINN fögnuð Dananna. Svo sátum við tvær íslenskar og borðuðum með bros á vör á meðan fólkið í kringum okkur kúgaðist :-D
By Nafnlaus, at 2:50 e.h.
Hugrún! Þó þú ættir alla peninga sem til eru í heiminum er ekki þar með sagt að þú þurfir að eyða þeim og ég tala nú ekki um ef það er einhver möguleiki að komast hjá því!!!!!
Ef þú sendir harðfisk þá ættir þú allavega að sleppa smjörinu,það er nú ekki aldeilis gefins ;)
By Nafnlaus, at 1:34 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home