Ein af helginni ....

Já - er sumsé í skemmtiatriðum þorrablótsins og ég get bara ekki annað en sagt að við hlógum okkur máttlaus á æfingu í gær. Ætla ekki annars allir á þorrablót?
Það er aðeins að þvælast fyrir mér að umgangast báða bílana mína. Á það til þessa dagana að setjast uppí Passatinn og skella honum bara í gang & gleyma öllu sem hefur eitthvað með kúplingu að gera. Ekkert sniðugt.
Nú og svo getur maður, sem fyrr ekki skorast undan áskorun. Nýjasta nýtt er að vera næld. Takk Thelma ;)
4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á*
- One Tree Hill
- Leiðarljós **engar árásir út af þessu**
- Idol
- Nágrannar
** Er ekkert að meika þessa spurningu því ég er engum þætti háð því ég horfi nánast ekki á sjónvarp **
*4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur*
- Er þetta eitthvað grín!?! Það veit hver heilvita maður að ég get ekki með nokkru móti munað nöfn á kvikmyndum og að það telst kraftaverk líkast þegar ég vaki heila mynd!!
*4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega*
- www.hugrunsif.blogspot.com ;)
- www.lindahlin.blogspot.com
- www.gebba.blogspot.com
- www.blog.central.is/thelmath6
*4 uppáhalds máltíðir*
- Rjúpur með öllu tilheyrandi - ala mamma
- Piparostspasta
- Kjetsúpan kemur sterk inn
- Nautakjöt
*4 uppáhalds geisladiskar*
Minnisvandamálið með nöfn nær líka yfir þennan þátt, fyrir utan að ég eignast sjaldan geisladiska núorðið!! en gott ripp þessa dagana eru t.d.
- Fiona Apple
- James Blunt
- Jethro Tull
- Hjálmar
.. og fórnarlömb nælunnar minnar eru daddara: Linda Hlín, Nonni, Stína litla Birgis, Soffía & Gummi í Köben :)
5 Comments:
Söshj... þú ert víst háð leiðarljósi, helduru að ég muni ekki eftir þér í essó... þurrkandi af borðum með örðu auganu og glápandi á tv-ið með hinu ;) Aðeins þegar leiðarljós var að snörglast þar ;)
*MúHaHa*
By
Nafnlaus, at 4:51 e.h.
við eigum greinilega margt sameiginlegt ;)
By
Nafnlaus, at 7:38 e.h.
Vildi óska að ég gæti kíkt á ykkur á Þorrablótið ;-) Væri æðislegt :-D
By
Gunnella, at 8:14 e.h.
@Thelma - hana ekkert svona ...!!!! ;) ég mun aldrei játa svona lagað uppá mig ....
@Gunnella - sjaldséður kommentari .. en hvar í veröldinni býrðu aftur? Ítalíu? Skellir þér líklega bara á blót á klakann ....
By
Nafnlaus, at 12:20 f.h.
Færðu ekkert að borða þarna fyrir Norðan Hugrún Sif? Eitthvað hefurðu breyst síðan ég sá þig síðast.
By
Nafnlaus, at 12:24 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home