Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, janúar 07, 2006

Goði Guð ....

- ekki láta neitt lið vera með 12 rétta í leikjum helgarinnar, helst ekki 11 heldur. Við Þórdís vorum 10 rétta og höfðum fyrir umferðina eins stigs forskot á nokkur lið í afturrúðubikarnum. Það væri ekkert skemmtilegra en að ná að vinna öll þessi drengjalið svona aðeins til að lækka rostann í þeim :)

En annars hefur hann Guð okkar með völdin, miklu þarfari hlutum að gegna en bænheyra stúlku sem á þak yfir höfuðið, heilbrigða og góða fjölskyldu, nóg af mat, fullt af traustum og góðum vinum og ástvinum og svo miklu meira til... Ég vildi bara óska þess að maður kynni betur að meta það þegar manni finnst lífið brösótt.

Já manni hættir sko til að gleyma hvað maður hefur það gott!! ....

Ætla annars að enda þetta á því að óska henni Kristínu til hamingju með léttvínspottinn sem hún vann í kvöld. Heppnin er ekki alveg á því að elta mig strax í þessum selskap okkar :)

10 Comments:

  • við systurnar vorum amk ekki hærri en þið... vorum með 10 rétta líka :)

    kv Rannveig Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:23 e.h.  

  • @Lena - Vona að ég hljómi ekki illkvittin þegar ég segi vei vei :) Keppnisskapið er komið í mig, hehe.

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:12 e.h.  

  • hehe.. ég var bara með 9 :/ vonandi að Róberti hafi gengið betur.. samt væri það nú bara vígalegt ef þið stöllur næðuð að vinna ég yrði ekkert sár NOT.. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:19 f.h.  

  • Skál

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:37 e.h.  

  • There is a god ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:36 f.h.  

  • múhahaha.. Robbi var með 11.. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:16 f.h.  

  • @Kristín - Ég spurði mömmu örugglega tíu sinnum í gær hvort hún héldi ekki að þú værir full núna .. ;)

    @Thelma - heyr heyr :)

    @Heiðar - Líkt og Thelma sagði "there is a god" og rúmlega það því eitthvað fór ég vitlaust yfir seðilinn og við fengum 11 rétt. Höldum því ennþá forystunni. MÚAHAHAHAHAHA.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:27 e.h.  

  • Góður Hugrún Sif :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:15 e.h.  

  • Ég veit ekki hvað þið þarna í afturrúðudeildinni eruð að sperra ykkur ;-) Við í Rauðu djöflunum eru að keppa um framrúðubikarinn og erum í lykilstöðu, eða þannig.......

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:52 f.h.  

  • @Höski - Já vertu ekki að sperra þig ;) eins og glögglega má sjá þá erum við ansi ríkar af stigum ... og værum sko í toppbaráttu í framrúðubikar líka ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home