Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Mánudagur til mæðu


Neikvæðu nóturnar:

Þetta er einn af þessum dögum sem maður á bara að vera heima undir nýju fínu sænginni sinni með góða bók!!

Hundleiðindaskítakuldi og þurfti svo að vakna með þennan líka hryllilega höfuðverk, sem var eflaust bara fyrir það að það eru ekki nema tveir dagar síðan ég var að hugsa hvað ég hef sloppið vel við þessi mígrenisköst mín svo mánuðum skiptir.

Nú svona til að bæta gráu ofan á svart var KJÖTFARS í hádegismatinn og ég held svei mér þá að það sé eini maturinn sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum setja inn fyrir mínar varir. Það er ekki mannamatur!!

.. og svo var heldur ekkert skemmtilegt að vera búin að skrifa undir 14 einkunnablöð og fatta þá að eitt fagið var vitlaust. Ferlið framkvæmt aftur, skrifað undir á ný, sett í umslög og límt aftur, já og fatta þá að maður klikkaði á að ljósrita blöðin. Nú, þá var bara að rífa upp umslögin og ljósrita.

En að öðrum málum:

Veik von að annar bíllinn minn sé jafnvel að seljast. KROSSA FINGUR. Nú og síðan var reunion í grunnskólaklíkunni minni um helgina. Það gerist sumsé ekki nema á nokkurra ára fresti að ég, Helga og Kidda hittumst allar í einu.

Dagskráliðir voru þrír:
a) Slúður og spjall
B) Borða og drekka
C) Spila Party & co og Trivial

Hefði mátt sleppa seinasta dagskrárlið því við létum espa okkur upp í Trivialeinvígi, við þrjár háskólapíurnar á móti tveimur Sköggum og það eitt að hafa tapað er nógu skammarlegt en að ég sé að segja frá því er enn verra.

Ó við munum ná fram hefndum.

9 Comments:

  • Þeir eru seigir þessir "SKAGGAR" og standa sig yfirleitt vel í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur;) Eða eins og segir í málshættinum góða;) Ber er hver að baki nema sér Skagga eigi:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 e.h.  

  • Sammála Badda með það;) Trivial er eitthvað sem maður lærir á leikskólanum á Skagaströnd;) UTANBÓKAR!
    Þið eigið ekki séns í Skagga í Trivial:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:07 e.h.  

  • Jón Örn ég hélt að þú værir orðinn Blöndósingur;) ..

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:38 e.h.  

  • Eins og Hugrún sagði þá munum við ná fram hefndum, skólinn fær að sitja á hakanum og nú er bara lesið Trivial :) Ég kem svo í heimsókn þegar lestrinum er lokið

    kv. Kidda sem les bara Trivial !!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:16 f.h.  

  • @Rukkarinn - Það er þá gott að ég "á" Skagga ;)

    @Nonni - reyndar held að þú eigir fyrsta komment líka :) En já ég er að ná þessum Badda húmor ykkar!! og jú við skulum sko sýna og sanna að við getum vel tekið ykkur í bakaríið í Trivial. ÉG geri það upptækt á leikskólanum. ;)

    @Kidda - Þarna þekki ég þig. Sýnum þessum drengjum í þrjá heimana því við erum auðvitað þrjár. LÆT EKKI GERAST AFTUR AÐ TAPA því það var ekkert sniðugt að vera ein eftir í bögginu!! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:54 e.h.  

  • Við munum ná fram hefndum..... Þetta var bara heppni hjá Sköggunum :-/ Við vorum bara orðnar svo þreyttar undir lokin:-) Ekki vanar að vera að vinna á þessum tíma sólarhrings eins og sumir.....
    Það var komin áskorun hjá mér um annað einvígi og það stendur enn, svo er bara spurning hvort Skaggarnir þori....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:17 f.h.  

  • @Helga - OK. Þeir geta sannað hugvit sitt með því t.d. að sigra okkur kl.09 á sunnudagsmorgni :D annars er ég ekkert viss um að þeir segi já við annarri áskorun því þeir vita að þetta var bara heppni hjá þeim ....

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 e.h.  

  • Hæ Hæ skvís... viltu setja þetta á síðuna þína.. okkur veitir ekki af stuðningi. :) Takk Takk kv Anna Dögg :) http://www.ftn.is

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:14 e.h.  

  • Ó mæ god!!! Ef ég vissi ekki betur héldi ég að maður væri að lesa comment frá 13-16 ára stelpum!!!!!! Við vorum svo þreyttar,þetta var heppni, klukkan níu á sunnudögum hentar betur;) Ef þið þurfið að afsaka að HÁSKÓLAMENNTAÐAR stelpur hafi SKÍTTAPAÐ í trivial fyrir meðalgreindum Sköggum,gerið það þá fyrir mig að finna einhverjar afsakanir með smá viti í:)

    @Heiðar!!! Nei ég er ekki orðinn Blönduósingur;)

    En Hugrún mín og trivial gengið ógurlega;)Þetta er EKKERT illa meint;)
    KV.Nonni!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home