Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Árið 2006

Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir það gamla..!!

Átti annars mjög róleg en yndisleg áramót :) Byrjaði daginn á að syngja og spila í kirkjunni og komst í gírinn þegar Nú árið er liðið og Þjóðsöngurinn höfðu ómað í eyrum mér. Eftir það tóku við rólegheit og borðaður dýrindis matur frameftir öllu. Var meira að segja sofnuð á skikkalegum tíma, já svaf mínum væra þegar flestir voru að koma sér af balli eða í eftirpartý.

Annars leggst árið 2006 vel í mig. Ætla fjandakornið rétt að vona að það verði aðeins rólegra en það gamla. Þó ekki nema sálartetrið. Fattaði í gær (ef minnið er ekki að svíkja mig) að síðan árið ´97 hef ég hvergi búið samfleytt lengur en í tæpt ár. Held það sé kominn tími á aðeins meiri lognmollu í þetta blessaða líf, þó ekki nema fyrir sjálfa mig.

Hún móðir mín átti sterkan leik í gær. ÉG kom rosalega stolt úr geymslunni með gamalt egóbréf eins og ég kýs að kalla það. Þetta var bréf og umsögn frá einum tónlistarkennaranum mínum í Danmörku og ég lýsti því yfir að ég ætlaði sko aldeilis að halda vel uppá þetta blað. Eitthvað misheyrði sú gamla, tók blaðið og krumpaði svona líka vel og vandlega í kúlu og var að fleygja því í ruslið þegar ég hljóðaði ógurlega. Blaðið er ennþá til en óhætt að segja að það sé ekki slétt og fallegt lengur :)

4 Comments:

  • Ha jú jú blaðið er að sléttast,ég ætla að strauja það....en þetta móment var ótrúlega skemmtilegt sko fyrir mig.../reyndar var þetta alveg ÓVART.Ég er ekki að skrökva en Hugrún varð eins og hvitt A4 blað í framan,hún varð svo UNDRANDI,ég þarf greinilega að skafa úr eyrunum.Eins og fram hefur komið er ég frekar mikið fyrir að henda.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:29 e.h.  

  • Þessar kerlingar sko!!!
    Heyrðu annars,gleðilegt ár og takk kærlega fyrir það gamla!Skildi maður sjá þig einhvern tímann á þessu ári??
    Nú luma ég á fréttum;) Sjáumst!

    KV.Nonni!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:20 e.h.  

  • @mamma - Ég var líka ekki alveg að fatta þig :) en þú hlýtur nú að vera ánægð með hvern pokann á fætur öðrum sem ég hef sent uppá hauga undanfarið, svo ekki sé minnst á heilan ruslapoka af fötum sem ég losaði mig við!!

    @Nonni - Gleðilegt ár Nonni minn :) Þú mátt endilega lauma inn eins og einu bloggi, en þú átt sko eftir að sjá mig helling!! Tala nú ekki um í ljósi góðu fréttanna sem Þórdís sagði mér í gær. Eða lumarðu kannski á fleiru ;) Sjáumst sem fyrst.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:19 e.h.  

  • Nei nei,þetta er nú andskotans nógar fréttir í bili;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home