Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Slæm byrjun á góðum degi ...

Þessi dagur byrjaði nú ekkert sérlega vel.

Fyrir utan þetta venjulega streð að langa umfram allt að kúra lengur þá var bílstjórahurðin gaddfreðin og ég ekki í neinu sérstöku stuði fyrir leikfimisæfingar á milli sæta. Lét mig nú hafa það.

Uppgötvaði þá mér til skelfingar að ég hafði ekki hugmynd um vinnulyklana mína sem þykir nú svo sem ekkert til tíðinda. Verra var að á kippunni eru lyklarnir að harð læstum skápnum mínum og inní skápnum voru sirkabát 14 dönskupróf tímasett kl.08.00. Svona til að hrella mig ennþá meira sá ég strax að ég gat ekki bjargað mér með því að prenta aftur út prófið og ljósrita aftur því auðvitað harðlæsti ég hlustunardiskinn mjög samviskusamlega inní skáp með prófunum.

PANIK

Hugurinn á fulla ferð, sem er ekkert auðvelt svona snemma á morgnana. Hvernig skal bjarga yfirvofandi messi? Grunaði svo sem að lyklarnir gætu mögulega verið á vinnuborðinu mínu í skólanum og hringdi með þá veiku von í hjarta.

"Nei engir lyklar hér - ekki heldur í tónmenntastofunni"

Meira panik og nokkrir kostir íhugaðir.
a)Mæta með vélsög, bor eða bara eitthvað til að brjótast inní skápinn.
b)Grafa holu, moka yfir og vera þar þangað til mesta skömmin er yfirstaðin.
c)Veik von að Mummi húsvörður hafi aukalykil - fékk loðið svar. - "Kannski" - . Sumum var greinilega skemmt yfir að ég var að fara úr límingunum. Átti það skilið :)
d)Mæta til prófs og segja krökkunum að þau standi svo vel að þau þurfi ekki einu sinni að taka próf og fái bara öll 10. Frekar óvinsæll og óraunhæfur kostur.
e)Finna helv**** lyklana. Setja síðan á þá tæki til að hringja í þá líkt og þegar gemsinn týnist.

Fór inní skóla, bað í annað skiptið í vikunni um að verða bænheyrð. Reyndi með öllum mögulegum ráðum og óráðum að halda sönsum. Geng inní vinnuherbergi og sé ég ekki lyklana mína á borðinu mínu. Reyndar lyklarnir í felum undir blaði en það glitti í kippuna.

Blendnar tilfinningar. Fjúkket að þeir voru þarna eftir allt saman en hefði getað sparað mér mínútur "in hell"..

Það versta við þetta allt saman er að ég læri ekkert af reynslunni og lyklarnir mínir eða kortið eða bara eitthvað allt annað týnist í næstu viku. Ég bara get ekki vanið mig af þessu!!

8 Comments:

  • Við kynnum til sögunnar bókina Hugrún Sif í hnotskurn :);) hheehhehehehehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:46 f.h.  

  • Kannast við þetta ;) Týni kortinu mínu já vikulega og lyklarnir af skúringunum eru bara aldrei á þeim stað sem ég skildi við þá... KVÆS! ;) Annars ÞRUSU góður pistill, skál fyrir því ;)

    Like i said ... there is a god!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:50 e.h.  

  • Ætli þetta sé eitthvað syndróm? Á við sama vanda að stríða, svona light útgáfuna :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:57 e.h.  

  • @Heiðar - Jájájá .. hún er þá önnur í þessum bókaflokk því fyrir nokkrum árum var það víst bókin "101 óhapp" eftir Hugrúnu Sif.

    @Soffía - Ágætis hugmynd en ekki framkvæmanleg ;) hehe

    @Thelma - Já heyrðu, það eru náttúrulega hlutirnir sem breyta um staði. Við erum ekki svona utan við okkur ;) En já - sem betur fer er æðra almættið í liði með mér núna :)

    @Jórunn - Haltu þig við light útgáfuna :) Hitt getur haft ýmis leiðinda vandamál í för með sér :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:47 f.h.  

  • Hej,, þetta hefði verið fínt ef þú hefðir ekki fundið lyklana, þá hefði sonur minn fengið 10 ;-) þar sem að hann elskar dönsku !"#$%&//&%$#"

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:49 f.h.  

  • þetta gerir þig að því sem þú ert Hugrún mín..:)

    og þú ert skemmtileg!

    By Blogger Guðný, at 4:14 e.h.  

  • @Höski - búahahahahaha .... Gott að hafa húmorinn í lagi .....!!!!

    @Guðný - Þakka þér kærlega mín kæra .... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:52 e.h.  

  • Skál................
    Flaska á dag kemur skapinu í lag!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home