Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Snjóbras

Hann snjóar og snjóar og ég er ekkert æðislega ánægð með þetta allt saman. Það mun sennilega vera vegna þess að þá þarf ég reglulega að láta einhvern draga bílinn minn upp úr snjóskafli. Æi mér líður alltaf jafn kjánalega þegar hjálpin berst, tala nú ekki um þegar ég er búin að festa mig í eina snjóskaflinum á kílómetra radíus. Stundum er víst betra að hugsa fyrst og framkvæma svo.

eeeeEEEEENNNNN - annars status quo, foreldraviðtöl í morgun og ég gerði sjálfri mér þann greiða eða öllu heldur þann grikk að tæta óvart tímaplanið!! En í staðin varð þetta bara allt saman voðalega "spennandi" að sjá hver kæmi nú næst.

EN MÁL MÁLANNA - farið nú í öllum guðs bænum inná þessu síðu og látið í ykkur heyra!!

Góða helgi!!

5 Comments:

  • Snjór... kominn til að vera EÐA?

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:42 e.h.  

  • sæl Hugrún mín
    Kíki nú alltaf reglulega á bloggið þitt þótt að ég kvitti nú aldrei fyrir komunni. Það er samt gaman að lesa þessi innlegg frá þér (",)
    Vonandi hittumst við nú bráðlega.
    knús
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:01 e.h.  

  • eins gott að þú sagðir e-ð fallegt um ská systu mína hmm... :) *tíhí*

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:41 e.h.  

  • Takk takk :)vissi að þú myndir styðja þetta:) kveðja Anna Dögg.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:44 e.h.  

  • @Soffía - gott gott .. veitir ekki af því að láta heyra í sér :) Uss .. ég vorkenni ykkur ekkert út af veðrinu því það er sjaldan svona slæmt :) hehe

    @Halla - Hæ Halla mín. Takk fyrir þetta :-* ÉG fæ alltaf hálfpartinn samviskubit þegar ég hugsa til þín því við erum alltaf að tala um að fara að hittast og einhvern veginn látum við það alltaf sitja á hakanum :( Nú gerum við eitthvað í þessu í eitt skipti fyrir öll :)

    @Thelma - það er sko ekki annað hægt :)

    @Anna Dögg - Að sjálfsögðu styð ég þetta :) Takk kærlega fyrir ábendinguna, var sko ánægð að fá þarna tækifæri til að tjá mig all hressilega um þetta mál. Var ekki lengi að senda inn undirskrift og lét góða ræðu fylgja með þessu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home