Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, janúar 23, 2006

Tapað-fundið

Auglýsi eftir týnda bloggaranum honum Jóni, betur þekktur sem Jón hennar Þórdísar. Síðast heyrðist frá drengnum þann 4. nóvember 2005 og herma fregnir að hann sé á lífi drengurinn þrátt fyrir þessa þrúgandi þögn. Eigi eru það sjóferðirnar sem halda honum frá verki því hann ku vera Kráksmaður.

Nonni minn - ég er doldið mikið farin að sakna þín hérna :)

Er annars bara hress & kát & þreytt. Skellti mér í borgina um helgina og hafði það voðalega voðalega gott. Gerði líka alveg heil ósköp á minn mælikvarða. Læt vera að fara of nákvæmlega í saumana á þessari ferð en svo eitthvað sé nefnt átti ég alveg yndislegt föstudagskvöld með pabba & Hildi.

Vil sem minnst að tjá mig um Popppunktsútreiðina með Jonna, Birki & Arnari á laugadagskv. því þeir eru allir einfaldlega fáránlega fróðir um tónlist & mér leið bara eins og fífli innan um þessa alvitringa. Held mig héðan í frá bara við að spila þetta við fólk sem er ekki tónlistarmenn, það lítur þá allavega út fyrir að ég viti eitthvað smávegis.

Yfirgaf svo drengina og ég NON bæjarrotta fór bílandi á djammið og staldraði til rúmlega 05. Kom sjálfri mér á óvart því ég verð seint sögð hörkutól í úthaldi á djamminu. Lét það nú líkast til ekki aftra mér að vera sú EINA edrú innan um stuðboltann hana Lindu frænku og 6 allover gengið hennar:) Héldum okkur á Vegamótum og kíktum svo aðeins á Úlrik-drengina á Amster en það var stutt nú stopp, aðeins of snobbaðar frænkurnar til að höndla þennan ágæta stað ..

Fór svo með hana Köru mína Norður á sunnudeginum og gekk ferðin vel.. Kara er sumsé Carinan mín og ég ætla að leyfa mér að hafa hana hjá mér í nokkra daga svo nú get ég valið um tvo bíla á morgnana.. Meira endemis ruglið. Þegar ég svo kom heim var ég með Tuppeware kynningu svona til að fá smá húsmóðurssprautu - þó ekki nema andann frá þessum ofvirku húsmæðrum sem mættu á kynninguna.

Jæja. Upp, niður, út & inn. Vænti þess að Nonni sjái um næstu færslu.

4 Comments:

  • Takk fyrir kvöldið elskan... já snobbið poppaði óvænt upp þarna á þessum stað! hehe... En endilega komdu aftur sem fyrst í bæinn sæta!! ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 3:42 e.h.  

  • @Linda Hlín - Takk sömuleiðis mín kæra og takk fyrir að leyfa mér að kúra hjá þér :) Þú varst svöl með hettuna, hefði gert það sama í þínum sporum!! .. Hlakka til að taka næsta skrall með þér :) og þá verð ég ekki svona agalega edrú þótt ég hafi reyndar spjarað mig vel þannig :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:08 e.h.  

  • Hugrún - þú hefur verið næld ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:31 f.h.  

  • @Egill - ég er mætt og komin til að vera :) Ji hvað ég skemmti mér hrikalega vel í gær.. þetta verður bara snilld.

    @Thelma - næld - skæld .. oh .. reyni að redda þessu við tækifæri :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home