Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 20, 2006

Í dagsins önn

Alltaf gaman að koma að skjánum & sjá að Jón Örn hefur bloggað :)

Nýr tippleikur hófst á helginni og við Þórdís hættum auðvitað ekki á toppnum svo við erum aftur liðsfélagar. Byrjuðum með látum - 11 réttir.

.... en hjá mér er annars allt í lukkunnar velstandi. Konudagurinn fór vel með stelpuna og óhætt að segja að ég hafi átt yndislegan dag. Til að toppa tilveruna var veðrið náttúrulega eintóm snilld.

Frekar sjaldgæfar aðstæður hjá múttu í síðustu viku! Brjálað veður orsakaði að við vorum öll þrjú heima frá miðvikudegi til föstudags. Þar sem ég er vön því að stela rúminu hans litla bróður þegar hann er ekki á svæðinu mátti ég gjöra svo vel að múta honum með dúnsænginni minni svo að ég fékk að vera í holunni hans og hann í stofunni... ÞESSI ELSKA :)

Nú og svo fylgdi veðrinu auðvitað að festa sig og við systkinin fórum eftir miðnætti galvösk út með skóflu til að losa bílinn og gekk eitthvað treglega hjá okkur. Get ekki annað en tekið ofan fyrir Pólverjanum á móti okkur því hann sá að við vorum í vandræðum og vippaði sér auðvitað í útigalla og út til að hjálpa okkur. Það hefðu ekki margir gert held ég.



EN JÆJA ... Skellti inn helling af myndum frá helginni. Haldið ótrauð áfram að nota kommentkerfið ;) Snakkes ved.

5 Comments:

  • Já það er greinilegt að þú ert hálf flutt á Skagaströnd. Ég er ekki að þekkja einn einasta kjaft á þessum myndum fyrir utan myndirnar af börnunum hummmm. Litla skvísan er algjört bjútí.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:29 e.h.  

  • Hann Heimir er nottlega algjör gullmoli :) & auðvitað leyfir hann þér að stela holunni, öshj... annars bið ég að heilsa honum, langt síðan maður hefur séð hann (humm) mín hitti hann nú yfirleitt daglega fyrir ca ári jább það hefur sitthvað breyst síðan þá...

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:24 f.h.  

  • @Hrefna Ósk - Þú hlýtur nú að hafa þekkt mig .. ;) og svo ættirðu að kannast við Jóa Grétars síðan á Króknum. EN JÁ - hún er sko heimsins mesti gullmoli!! :)

    @Thelma - Kasta kveðju á brósa :) hann er ennþá á sínum stað á Essó vaktinni öðru hvoru.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:16 e.h.  

  • Já ég kannaðist eitthvað við eina ljóshærða stelpu þarna á myndunum. Það varst semsagt þú !!!! ha ha

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:21 e.h.  

  • @Hrefna - gæti passað ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home