Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ja hérna hér ...

Já ég segi ja hérna hér. Í bekkinn minn voru mættir HEILIR FJÓRIR NEMENDUR í dag, restin alls 10 stykki - fórnarlömb flensunnar!! Já það er sko ekkert grín að verða fyrir barðinu á þessum flensufaraldri því það þýðir sko gott betur en einn dagur í bælinu....


En búið er að draga í riðla í tippkeppni Hvatar og útlit fyrir hörkuspennandi keppni. Skemmtilegast þótti mér að sjá að við erum í riðli með liðinu Tóta litla, en það eru þeir Jón Örn ritari á þessum bæ og tengdafaðir hans. En aðrir erkifjendur á næstu vikum verða þeir feðgar Guðbjartur Sindri og Villi kraftlyftingamaður með meiru, Stefán lögfræðingur og Aron sonur hans, Hilmar og Stefán nemendur mínir í dönsku, feðgarnir Erling nemandi minn og Höski löggimann, fótboltakempurnar Sveinbjörn og Gummi HVÖT og að lokum Greta saumaklúbbsfélagi og Berglind íslenskukennari.

OH ég hlakka til að taka í lurginn á þessum liðum - múahahaha ;)

4 Comments:

  • Og þetta er keppni í hverju?

    By Blogger pallilitli, at 3:46 e.h.  

  • @Palli - Tippum á 1x2 seðilinn. Fáum 6 tvítryggingar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:52 e.h.  

  • Aldeilis BRILLIANT mæting þarna norðan heiða... gerðiru ekki bara e-ð virkilega sneddy með þeim! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:32 f.h.  

  • @Thelma - Heyrðu .. það var frekar rólegt hjá okkur :) En það er nú að rætast úr þessu hjá okkur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home