MYNDIR og aftur MYNDIR

Sem fyrr er ég alveg óð með myndavélina! ER sumsé búin að henda inn dúbíu af myndum frá helginni. Held að myndirnar tali bara sínu máli :)
En annars er langri, strangri en frábærri helgi lokið. Herlegheitin hófust á föstudaginn með árshátíð grunnskólans en ég var í árshátíðarnefnd ásamt þeim Heiðari Loga og Jófríði. Þetta var orðið all mikið stress því svaðaleg veikindi herjuðu á liðið en við tókum hins vegar ákvörðun um að halda settu plani & ég er bara sátt við útkomuna.
Get ekki sleppt því að minnast á að mér fannst 10. bekkurinn minn standa sig alveg frábærlega í undirbúningnum og ég er svo endalaust stollt af þeim eitthvað. Ég er svo mikið búin að hugsa undanfarið hvað ég er heppin með fyrsta umsjónarbekkinn minn - já betri bekk er sko ekki hægt að hugsa sér! ÉG á eftir að horfa á eftir þeim hverfa á vit ævintýranna, með tárin í augunum í vor - svo mikið er víst.
EN AÐ LAUGARDAGSKVÖLDINU

Þá voru haldnir styrktartónleikar á Skagaströnd!! Jonni og Hjörtur báru hitann og þungann af tónleikunum og má ég til með að hrósa þeim fyrir gott framtak! Ég var líka rosalega ánægð að sjá hvað margir mættu á tónleikana og Blönduósingar voru ekki síður duglegir að mæta. Greinilegt að þessi tvö byggðarlög þurfa ekki alltaf að vera erkifjendur - mættum gera meira af því að standa svona saman þegar á þarf að halda.
4 Comments:
Já ég er sammála því að bæði árshátíðin og laugardagskvöldið var mjög vel heppnað!! Já það er gott að sjá að Blönduósingar og Skaggar geti staðið saman þegar á reynir.....
By
Nafnlaus, at 1:30 e.h.
Takk fyrir frábæra helgi og takk fyrir þennan fína link. Skelli þínum á FJÓZið. Myndirnar mínar koma líka von bráðar. Klíptu í rassinn á Jonna frá mér :)
By
Nafnlaus, at 8:13 e.h.
Þú getur sungið þegar ég er ekki á staðnum druslan þín,
Skuldar mér þá bara söng-ég á afmæli 11.mars takk takk.
Kv. Reynir Lýðs
By
Nafnlaus, at 10:47 e.h.
@Helga - VEL mælt ;)
Arnar - Takk sömuleiðis - þetta var bara snilld og frábært að fá þig á settið!! ÉG fylgist með myndunum, but hey ekkert áreiti á hann Jón minn ... múahaha :)
@Reynir - REYNIR LÝÐSSON maður fær hland fyrir hjartað af þessu orðbragði ... :) Fólk þarf sko að borga til að ég syngi - 1500 kr. var það .. hehe. Náði að afsaka mig smekklega þarna.
By
Nafnlaus, at 8:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home