Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, febrúar 10, 2006

Social life

Hellú fólkens ....

ER stödd í Rvk-inni í þéttum vindstreng, rigningu og súld!! Er annars í læknaerindagjörðum og svo auðvitað smá félagslífs skammtur í leiðinni. Fór mjög skemmtilega kaffihússferð í gærkvöldi - hittingur hjá gömlum félögum úr ´81 árgangnum á Blönduósi. Þetta voru altsvo minns, Helga Kristín, Kidda, Valdís og Ásdís Ýr. Þá fyrst töldu hitti ég reglulega, Kiddu annað veifið, Valdísi á nokkurra ára fresti og held svei mér þá að ég hafi ekki hitt hana Ásdísi í 15 ár eða svo!! Það var frábært að hitta þessar stelpur og margt rifjað upp og hlegið af :) Alveg klárt mál að maður á að gera meira af þessu!! TAKK STELPUR FYRIR FRÁBÆRT KVÖLD :)

Á morgun fer ég svo á Akureyri að sjá "Fullkomið brúðkaup" og út að borða svo menningarlífið er á fullu blasti þessa dagana. ER á leið með saumaklúbbnum mínum! Ég og áður nefnd Helga höfum talsvert rætt hvað það er frábært að vera hluti af svona góðum félagsskap. ÉG held að búseta mín fyrir Norðan sé að stórum hluta svona skemmtileg af því að maður tilheyrir góðum vinkonuhóp sem er bæði mjög virkur félagslega og stendur þétt við bakið á manni þegar á þarf að að halda. Það er nokkuð víst að lífið væri innantómt án góðra vina!!

EENNN er hætt þessu áður en þetta verður of væmið .. Takið endilega áskoruninni hér að neðan ef þið eruð ekki búin nú þegar.

Kveð að sunnan - lífsglöð og hamingjusöm :)

5 Comments:

  • Félagsveran mín :) Bara að kvitta fyrir að hafa litið við og er mjjjög fegin að þú hefur bloggað :) Dem hvað tóku margir þátt í commentáskorunni =) held bara að comm.kerfið sé sprungið *híhí* anywaysss... skemmtu þér GEGGJAÐ vel...

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:32 f.h.  

  • kvitti kvitt. Já og bannað að segja of mikið frá brúðkaupinu, minns er að fara næstu helgi :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:17 e.h.  

  • Já takk fyrir frábært kvöld og frábæra skemmtun í leikhúsinu....já vinirnir eru sko endalaust mikilvægir :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:03 e.h.  

  • Sama hér, kvöldið fræga var bara æðislegt og við verðum að gera þetta reglulega :)

    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:01 e.h.  

  • @Thelma - híhí .. var glöð að sjá þessa kommentgleði :) mun fróðari um lesendur mína. EN já ég skemmti mér geggjað vel :)

    @Solla - Skal ekki kjafta neinu :) segi bara þetta var algjör snilld og rúmlega það. Hló mig máttlausa!!

    @Helga - Þetta var bara frábært :) Takk sömuleiðis...!!

    @Kidda - TAKK sömuleiðis. Það er nú afrek út af fyrir sig að við erum búnar að hittast tvisvar á stuttum tíma núna :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home