Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, mars 27, 2006

Allt og ekkert ...

Eitthvað fannst mér veðurguðirnir óáreiðanlegir í gærkvöldi svo ég ákvað að fara fyrr inn á Blönduós, svo ég yrði nú örugglega ekki veðurteppt.

2 mínútum eftir að ég lagði í´ann kom ég inn.

Minns: "Andskotans helvíti - oooooooooooohhhhhhhhhh!"

Jonni: "Ertu föst?"

Minns: "Já!!!!" (skömmustuleg)

Jonni: "Getur það virkilega verið?"

... og svo kom þessi elska enn eina ferðina út að bjarga mér úr enn einum snjóskaflinum. Ég skil ekki annað en að hann fari að sjá fulla ástæðu til að gefa mér Toyota Landcruiser ;)

Allavega .... áður en ég fór í háttinn á laugadagskvöldið minnti ég Jonna á að það þyrfti að losa bílinn úr snjóskafli (NOTA BENE HANN FESTI HANN Í ÞAÐ SKIPTIÐ) svo ég kæmist nú til messu morguninn eftir!! En þá segir elskan hann Jóhann að ég gæti farið bara á sínum, sumsé Toyota Landcruiser sem lætur enga fjandans snjóskafla stoppa sig. ÉG tók hann að sjálfsögðu á orðinu og inná Blönduós brunaði ég eins og hefðarfrú, að mér fannst, og vá þvílíkur munur að þurfa ekki að taka á sig krók eða búast við að festa sig við það eitt að sjá hundslappadrífur.

EN ALLAVEGA takk kærlega Jóhann fyrir okkur um helgina!!!!!!

Á morgun á ég ákveðna manndómsvígslu fyrir höndum. Það fylgir því jú þegar maður á barn að halda barnaafmæli og litla skvísan okkar er að verða 5. ára :) Þeir sem þekkja til vita nú að ég er ekkert þekkt fyrir nein töfrabrögð í eldhúsinu svo ég er spennt að sjá útkomuna af afmæliskökunni sem er í bígerð :-/ en eins og fróðir menn segja mér þá lærist þetta nú allt saman fyrir rest.

EN AÐ LOKUM ... og hólí mól með það. Aðeins 6 réttir í tippinu um helgina og með þessu áframhaldi gefum við frá okkur úrvalsdeildarsætið en riðlakeppninni fer senn að ljúka :-/

6 Comments:

  • Getur kallinn ekki farið að kenna þér að aka í snjó. Þetta fer að verða vandræðalegt... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:26 e.h.  

  • mér finnst alveg ótrúlega fyndið að lesa um þessar snjóskafla hrakningar á meðan það er ekki svo mikið sem eitt snókorn hér í bænum

    By Blogger **********, at 5:58 e.h.  

  • @Arnar - ÉG vil ítreka það að bíllinn minn er einhver mesti ræfill sem vitað er um í snjó. Ökuhæfni mín á ENGAN þátt í þessu .. ;) eða ég reyni a.m.k. að telja mér trú um það ;) HANN HEFUR SKO LÍKA FEST HANN .. ehe ..

    @Erla - jari jari jari. Þú mátt eiga allan þennan snjó og megi hann vera þarna fyrir Sunnan hjá ykkur :-D ER alveg búin að fá nóg af þessu .. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:17 e.h.  

  • bwahaha... :) hugrun hættu þessu torfærum stælum, þetta fer að vera áberandi..

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:56 e.h.  

  • hvað varð um hreyfimyndirnar þínar!!!

    By Blogger **********, at 9:58 f.h.  

  • @Thelma - svona svona ;)

    @Erla - heyrðu það hlaut að koma að því að Kennósíðurnar hentu út gömlum nemendum. Var með hana vistaða á svæði Kennaraháskólans og þeir hafa greinilega verið að taka til ...

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home