Ferming og fleira
Jæja það er margt að gerast þessa dagana :) Fórum suður um helgina og Jonni gekk í gegnum mikla vígsluathöfn. Hann var að hitta stóran part af fjölskyldunni minni í fyrsta sinn og það þykir víst ekkert grín. Svo fáum við bara að sjá síðar hvort honum leyst eitthvað á þetta eða ekki. Það hafa nefnilega ansi margir piltar sem hafa fylgt okkur frænkum í gegnum tíðina ekkert látið sjá sig aftur!! Hvort það er fjölskyldan, við eða þeir sem eru gallaðir fylgir ekkert sögunni. SKIL ÞETTA EKKI :) Það eru bara svona hörkutól eins og Hrefna, Birgir Leifur og Bryndís sem aldrei bugast!!
-PÆLINGAR PÆLINGAR-
Já miklar pælingar í gangi með næsta haust. Það er svo déskoti dýrt að keyra svona mikið, fyrir utan hvað ég er að fá leið á því, svo ég er að reyna að leita allra leiða til að ná einhverri góðri lendingu með vinnuna... Langar ekki fyrir nokkra muni að hætta í skólanum en ég finn vonandi einhverja góða lendingu á þessu öllu saman. Er mikið að pæla í að blanda saman skólanum og fara svo að vinna með karlinum mínum í Tónlistarskólanum á móti .. æi ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Þetta er svo fjandi snúið.
En jæja .. nóg í bili, fyrir utan þau tíðindi að JÓNURNAR ERU KOMNAR ÁFRAM Í BIKARNUM!! Já strákar mínir, það hjálpar ekkert endilega að vera með tippi í þessum tippleik :)
-PÆLINGAR PÆLINGAR-
Já miklar pælingar í gangi með næsta haust. Það er svo déskoti dýrt að keyra svona mikið, fyrir utan hvað ég er að fá leið á því, svo ég er að reyna að leita allra leiða til að ná einhverri góðri lendingu með vinnuna... Langar ekki fyrir nokkra muni að hætta í skólanum en ég finn vonandi einhverja góða lendingu á þessu öllu saman. Er mikið að pæla í að blanda saman skólanum og fara svo að vinna með karlinum mínum í Tónlistarskólanum á móti .. æi ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Þetta er svo fjandi snúið.
En jæja .. nóg í bili, fyrir utan þau tíðindi að JÓNURNAR ERU KOMNAR ÁFRAM Í BIKARNUM!! Já strákar mínir, það hjálpar ekkert endilega að vera með tippi í þessum tippleik :)
6 Comments:
Takk fyrir það Hugrún mín ;-)
By
Nafnlaus, at 6:15 e.h.
LOL .. til hamingju með það að vera komin áfram í leiknum.. :o)
By
Nafnlaus, at 11:36 e.h.
@Hrefna Ósk - lítið það :) en þú kannski hvíslar að Jonna nokkrum góðum ráðum um hvernig sé best að höndla okkur ;)
@Heiðar Logi - Takk takk Heiðar minn! Við erum frekar sáttar núna :)
By
Nafnlaus, at 8:08 f.h.
Þú kemur bara á ströndina að kenna og ekkert meira með það, það vantar alltaf fleira siðmenntað fólk að kenna þessum sköggum að haga sér, hehe
By
Nafnlaus, at 1:59 e.h.
hahahah:)
Ég tek undir með Önnu - eitthvað verðum við Blönduósingar að gera fyrir frændur okkar Skagstrendinga:) En á móti kemur að ég myndi ekki vilja missa þig sem kennara heima á Blönduósi ef ég ætti barn í skólanum, eða væri samstarfsmaður þinn þar...
By
Nafnlaus, at 2:31 e.h.
@Anna Margret - Tjah þú segir nokkuð .. Ef mér líst vel á ykkur í Boston þá .. hehe nei nei þarf nokkuð að ala Skaggana upp ;)
@Gréta - LOL - eiga þeir högg í bakið á okkur? :) en mikið ofsalega hlýnaði mér um hjartarætur, svo ég orði þetta eins og gömul kona, að lesa þetta komment. Þúsund þakkir, gott að fá svona pepp á köldum vetrardegi.
By
Hugrún Sif, at 3:15 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home