Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 30, 2006

Hlutir sem hverfa ...

Það er alveg merkilegt þegar hlutir í daglegri notkun hverfa sporlaust ... EN birtast svo bara á nýjan leik eins og ekkert sé eðlilegra. Ég geymi lyklakippuna mína alltaf á sama staðnum, já ég var sko farin að taka mig á með hana, og svo gufar hún bara upp á sunnudaginn, en VITI menn ég fann hans svo í gærkvöldi á staðnum sem ég geymi hana alltaf á.

ÉG ER VISS UM AÐ HANN MANGI Á EINHVERN ÞÁTT Í ÞESSU!! Ég skal hundur heita ef hún var á sínum stað í öll skiptin sem ég gáði....

Þessa dagana eru Blönduós og Skagaströnd eins og tveir ólíkir heimar. Það er svona 10 sinnum meiri snjór þarna á Ströndinni og alltaf leiðindaveður. Þetta er að gera mig brjálaða!! Ég hef ekkert komist þangað síðan á sunnudag með einni undantekningu. Tók ekki annað í mál en að komast á afmælisdaginn hennar Hallbjargar, enda var ég með afmæliskökuna á Blönduósi og hálf dapurt ef hún hefði ekki komist á áfangastað og ég hefði auðvitað ekki fyrir nokkra muni viljað missa af deginum hennar. Pabbi hans Jonna var því settur í málið svo við jeppuðumst þetta... Í dag verður svo gerð heiðarleg tilraun, sem vonandi skilar árangri!!

Annars eflaust hin ágætasta helgi framundan. Er að syngja á tónleikum á föstudagskvöldið, laugadagskennsla á laugadaginn og afmæli á sunnudag ... VERÐ GLÖÐ ÞEGAR ÉG KEMST Í 10 DAGA PÁSKAFRÍ eftir viku .. ó já .. þá verða sko tærnar settar upp í loftið!!

7 Comments:

  • táslur upp í loftið... ahhh ljúft :* var að lesa eldri pistilin frá þér SNILLD!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:29 f.h.  

  • @Thelma - ó já .. það er allavega stefnan!! en ef ég þekki mig rétt verð ég búin að koma mér út í einhver ósköp áður en ég veit af :) Heyrðu já, stenst karlinn þinn þessar kröfur? ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 e.h.  

  • fyrst það er búið að gera óvirka síðuna veistu hvar kona getur leitað uppi svona myndir?

    By Blogger **********, at 6:21 e.h.  

  • Farðu á http://www.animationlibrary.com þar geturðu fundið allt sem þér dettur í hug ..... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:16 e.h.  

  • Bwahaha.. :) jú ætli það ekki..! Ekkert djamm um páskana sætabaun, eða ertu á leiðinni á Vog... öshj people..! kjaftæðós..

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:36 f.h.  

  • Það hefur alltaf verið ærsladraugur í kringum þig Hugrún mín... ég stend föst á þeirri skoðun:) Hann er bara að minna smá á sig... kannski bara pínu abbó út í Jonna hehe ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:40 f.h.  

  • @Thelma - Heyrðu .. er að hugsa um að láta mig ekki vanta á ballið 15. apríl. Í svörtum fötum eru að spila ;) Á ekki að mæta? Aldrei að vita hvað maður gerir með bakkus, líklegt að maður aki svo maður komist nú örugglega á Ströndina eftir ball, nema ég láti karlinn um aksturinn, múahaha :)

    @Anna Dögg - hehehe snilldar útskýring á þessu öllu saman :) Ég er líka dauðfegin að einhver trúi mér :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home