Sitt lítið af hverju
Sá þessa smáauglýsingu áðan og maður spyr sig hvaða merkingu eigi að leggja í þetta, tala nú ekki um ef við fjarlægjum "gangfærum bíl" úr setningunni...
Óska eftir DRUSLU
Óska eftir gangfærum bíl (DRUSLU) til þess að dunda í... Dabbbi@hotmail.com
Hvet alla sem eiga DRUSLU - að hafa samband við þennan örugglega ágæta mann.
Já og svo má ég til með að koma á framfæri link sem hann Gummi Kaupmannahafnarbúi benti mér á, og ég segi nú bara - ,,það er aldeilis að Hvatarmenn eru að færa út kvíarnar"!! Væri nú ekki amalegt að fá danska leikmenn í plássið :)
Nú og svo fékk ég skemmtilegar fréttir í gærkvöldi. Söng um daginn lag sem var sent í sæluvikukeppnina og góðu fréttirnar sumsé þær að lagið komst áfram. Keppnin er í apríl og ef þetta er eins og undanfarin ár þá ætti henni að vera útvarpað á RÁS 2. Höfundur lags er undir dulnefni þangað til keppnin er búin.
.. og að lokum fyrir þá myndaóðu. Fleiri myndir af styrktartónleikunum má finna hér.
Óska eftir DRUSLU
Óska eftir gangfærum bíl (DRUSLU) til þess að dunda í... Dabbbi@hotmail.com
Hvet alla sem eiga DRUSLU - að hafa samband við þennan örugglega ágæta mann.
Já og svo má ég til með að koma á framfæri link sem hann Gummi Kaupmannahafnarbúi benti mér á, og ég segi nú bara - ,,það er aldeilis að Hvatarmenn eru að færa út kvíarnar"!! Væri nú ekki amalegt að fá danska leikmenn í plássið :)
Nú og svo fékk ég skemmtilegar fréttir í gærkvöldi. Söng um daginn lag sem var sent í sæluvikukeppnina og góðu fréttirnar sumsé þær að lagið komst áfram. Keppnin er í apríl og ef þetta er eins og undanfarin ár þá ætti henni að vera útvarpað á RÁS 2. Höfundur lags er undir dulnefni þangað til keppnin er búin.
.. og að lokum fyrir þá myndaóðu. Fleiri myndir af styrktartónleikunum má finna hér.
9 Comments:
hehe þessar smáauglýsingar þarna inni eru oft alveg brilliant....Já fannst þér ekki flott að sjá Hvöt og nafnið hann Vigga þarna inni:-) Það væri ekki leiðinlegt að sæta dana hérna til okkar til að lífga tilveruna....Hvatarmenn eru í miklum baráttuhug fyrir sumarið!
Frábært með lagið í dægurlagakeppninni og ekki væri leiðinlegt að sjá þig og sviðinu. Ímyndaðu þér mig svo fyrir framan sviðið sem hoppandi grúppía :-)
By
Nafnlaus, at 3:30 e.h.
@Helga - ég gat ekki stillt mig um að hleypa hugmyndafluginu aðeins af stað .. & já þetta er bara snilld að sjá þessa grein, ÆTLA SKO AÐ LÁTA KRAKKANA ÞÝÐA HANA!! múahaha
En já - það væri sko gaman að fá þig með mér .. hehe .. yrðir sko uppáhalds grúppían mín ekki spurning!!
By
Nafnlaus, at 4:17 e.h.
Við fjölmennum með mikið að dúskum á krókinn þann 1.apríl.....!!
Samt held ég að óskað verði eftir að ég verði í rólegrikantinum..
OK ég skal vera stillt.
Kveðja mamma
By
Nafnlaus, at 5:00 e.h.
Ó mæj skil ekki dönsku enda nokkur ár síðan mín útskrifaðist! Skildi ekki orð þarna nema jú Hvöt *hné hné* & auðvitað væri ekki slæmt að þeir myndu koma klærnum sínum í liðið... :) yrði brilliant...
Hugrún... ó mæ komst lagið inn í sæluvikuna, vá til hamingju með þetta dægurlagadís :)
& heyrðu... flottar myndir, hver er gaurinn sem þú ert alltaf að knúsast -mannsefni? HuHuMM ((svo trúlegast frændi þinn eða e-ð ég bara svona hrikalega dömm...)) :) Enn og aftur til hamingju með þetta, er svo ánægð fyrir þína hönd.
By
Nafnlaus, at 5:07 e.h.
nohh... vignir líka þarna.. öshj min familien.. :) ætla ekki að reyna að skilja þetta... :/ dönskulúserinn kveður
By
Nafnlaus, at 5:09 e.h.
Til hamingju með lagið og ég vona að þú komist alla leið og bara miklu lengra en það:)
Og alltaf gaman að sjá merki um svona líka skemmtilega íslenska útrás:) hehehehe
By
Nafnlaus, at 9:53 f.h.
@Mútta - Já hagaðu þér vel :) hehe. Þú safnar liði til að koma með okkur og róa taugarnar mínar.
@Thelma - nú er kominn tími til að rifja upp þetta líka úrvals tungumál. Ég læt Huldu þýða þetta fyrir þig í dönskutíma og svo færðu öll details hjá henni :)
@Gréta - þakkir þakkir, geri allavega mitt best og vona að það skili sem mestu.
By
Nafnlaus, at 10:46 f.h.
It would be great... en þótt ótrúlegt sé, þá reyndi ég að lesa þetta og skildi svona já... meginmálið í textanum með smá hjálp frá finnza dönskuneerd :)
Og ætlaru ekki annars að sigra í sæluvikunni á króknum :) -kemur nokkuð neitt annað til greina...
By
Nafnlaus, at 1:58 e.h.
@Thelma - stefni ótrauð á number únó!! .. hehe .. nei nei segi svona .. er það ekki gamli ungmennafélagsandinn að gera bara sitt besta!!
By
Nafnlaus, at 2:05 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home