Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 08, 2006

Status quo

Helló pípúl nær og fjær ..

Ég hef eignast nýtt sjúkt áhugamál!!

DOLLARAR.

Aðeins að missa mig í Boston eftirvæntingunni svo ég rauk til og fjárfesti í slatta af dollurum um daginn. Þá var hann í 61 kr. en nú er hann eitthvað að derra sig og kominn í 69 kr. SUSS. Mætt alveg hafa hemil á sér svona allavega þangað til ég er búin að mála bæinn rauðan og versla frá mér allt vit. Veit ekki hvern andskotann ég er alltaf að tékka á þessu gengi helst þrisvar á dag. Held ég hafi voða lítil áhrif á það hvernig hann mun standa þegar ég mæti á svæðið.

EEEEENNNN

Ég er búin að ráða mig í vinnu í sumar, ritarastarf og hlakka bara helling til að prófa þennan starfsvettvang. Er alveg búin að sjá að það mun ekki henta minni ofvirkni að vera í sumarfríi auk þess sem ég fæ nóg frí í þessum þremur ferðum mínum út fyrir landsteinana. Jah allavega komin með flugmiða í tvær ferðir. Já og svo spillir auðvitað aldrei að ná sér í smá aukapening :) Money makes the world!

OOOOOOOOGGGG

Áfram með þessi sjúku áhugamál mín, eða fyrrverandi áhugamál. Móður minni til mikillar armæðu tók ég uppá því að safna öllum andskotanum, límmiðum, eldspýtustokkum, servéttum, frímerkjum, krónum og merktum pennum ... Do I need to say more? Allavega .. þetta fangar nú ekki huga minn í dag & ef þið vitið um einhvern sem er ennþá í þessum furðudýraflokki safnara þá skal ég með glöðu geði færa einhverjum penna og/eða eldspýtustokkana á silfurfati. Held að hitt dótaríið sé ýmist komið á hauga eða í hendur annarra.

að loookum

Flott skemmtiatriði í félagsheimilinu í gær. Allur skólinn mættur á Tónlist fyrir alla og ágætur kennari ætlaði í sínu mesta sakleysi að fá sér sæti en það vill ekki betur til en að í sama augnabliki röltir stúlka í 10. bekk framhjá og rak sig í stólinn. Þessi ágæti kennari varð ekki var við þennan flutning stólsins og endaði með tilheyrandi látum á rassinum á gólfinu. Þessi ágæti kennari þurfti auðvitað að vera ég.

Jæja .. nóg í bili.

6 Comments:

  • Já þessi söfnunarárátta á yngri árum var næstum því plága.....hvernig var þetta með krónurnar þegar við sáum krónur var kapphlaup um hver myndi ná þeim!!
    Ég sé þig í anda sæta mín detta á rassinn fyrir framan alla, þetta hefur nátturlega bara verið FYNDIÐ :-) Sé þig í kvöld í saumó.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 f.h.  

  • Hæ ...

    Anna Margret safnar eldspýtustokkum...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 e.h.  

  • @Soffía - sýnist á kommenti Höska að Anna Margret gæti ættleitt eldspýtustokkana en ég læt vita ef ég losa mig við hitt til hans :)

    @Helga - hjálp - krónur!! :) Ert þú sumsé hætt þeirri áráttu líka? Mínar fóru í bankann í skiptum fyrir seðla. EN JÁ hlakka til í kvöld, langt síðan maður hefur hitt ykkur.

    @Höski lögga - stekk á hana við fyrsta tækifæri og treð þessu uppá hana :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:44 e.h.  

  • Fyndið - ég hef aldrei heyrt um neinn sem safnar eldspýtustokkum.. en krónum og servíéttum safnaði maður af miklum móð í gamla daga, jú og límmiðum sem fengu að prýða gamla fataskápinn minn (ojbara)
    .. hehehe ..
    Svo er alltaf gaman að heyra hrakfallasögur af þér - maður á alltaf von á e-u skemmtilegu þegar maður kíkir í heimsókn á bloggið þitt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:03 f.h.  

  • Gid jeg forstod lidt mere - så kom jeg også gerne med kvalificerede indlæg....
    KH Anne

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 f.h.  

  • @Gréta - suss .. meira að segja bróðir minn gekk svo langt að safna mjólkurfernum og þá var móður minni sko allri lokið :)

    @Anne - Hvor dygtig du er!! :) Haaber du forstaar noget af det ... skal maaske ogsaa have en blogside paa dansk :) Haaber du har det rigtig rigtig hyggeligt, snart mor .... !!! Du maa ikke glemme at skrive naar du er blevet mor ... :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home