Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 24, 2006

Yndislegust :)



Jæja - ég er að byrja að braggast aftur og alveg kærkomið að geta hugsað aftur fyrir höfuðverk. Þetta er semsagt allt að koma!!

Það er sko ekki annað hægt en að segja frá prinsessunni minni hérna fyrir ofan. Hún er búin að vera svo yndisleg að ég á ekki til orð. Þegar hún kom heim frá ömmu sinni í gær byrjaði hún að á því að finna hana Lóu (uppáhalds dúkkuna sína) og færði mér hana í þeirri von um að hún gæti létt mér lífið!! Amma hennar hafði verið að sýna og segja pabba hennar frá punktum sem gott væri fyrir mig að ýta á og að sjálfsögðu fylgdist Hallbjörg vel og vandlega með og var fljót að útskýra þetta allt saman fyrir mér svo að mér gæti nú batnað. Þegar kom svo að matnum vildi hún endilega fá að fara með matinn til mín í rúmið en fékk í staðin að láta mig bara vita þegar hann var tilbúinn... :) Svo til að toppa allt saman er hún búin að koma reglulega til mín ýmist að gefa mér knús eða koss.

Já það er sko ekki hægt að segja annað en að þessi litla snót sé alveg endalaust yndisleg!! :) ... og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið þau feðgin inní líf mitt. En jæja, best að hætta þessu áður en ég verð of væmin...

5 Comments:

  • Já Hugrún mín það er sko yndilegt að geta haft svona góða að!! En málið er nátturlega að þú ert búin að reynast henni svo vel og því vill hún vera góð við þig. Ef það væri ekki frá þinni hálfu þá myndi hún ekki gera þetta. Reyndar held ég líka að þau feðginin séu ótrúlega heppin að hafa fengið svona heilsteypta og klára konu inn í líf sitt sem er með sín mál á hreinu :-)
    Þú tekst vel á við þetta nýja hlutverk þitt og alltaf er jafn gaman að þú skulir vera farin að geta tekið þátt í uppeldis- og barnaumræðum út frá eigin reynslu. Knús knús

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:10 e.h.  

  • Hvað ertu að meina með að þú hafir fest þig... er snjór fyrir norðan?

    By Blogger **********, at 2:54 e.h.  

  • @Helga - elsku Helga mín takk kærlega fyrir þetta!! :) en já það er sko gaman að vera loksins almennilega gjaldgengur í þennan saumaklúbb!! hehe .. og nú þarf bara Inga Sóley að gera eitthvað í sínum málum ;) segi svona ....

    @Erla - Ertu ekki í sambandi við umheiminn kona? Hér er allt á kafi og búið að vera vetrarveður andskotans .... Vertu fegin að vera í skjóli þarna í höfuðborginni .. fjandans veður ...

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:40 e.h.  

  • Þetta er sko *KÚLAÐ* Hugrún Sif - ef við erum ekki snillingar þá veit ég ekki hvað :)
    En hvað meinaru, snjór & lætin norðan heiða *BrRrR* er greinlega ekki alveg í nógu góðu sambandi við fólkið þarna á DóSinni...!
    KnúS KveðJóS...

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:31 e.h.  

  • @Thelma - hér er allt of mikið af þessum bévítans jövla snjó .. maður kemst bara ekki ferða sinna fyrir þessu helvíti :(

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home