Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, apríl 01, 2006

Aldeilis mikið framundan

Jæja. Stóri dagurinn framundan, ætlum skötuhjúin að gifta okkur í dag, bara lítið og sætt, aðeins foreldrar okkar, ömmur, afar og systkini. Allir voðalega spenntir yfir þessu öllu saman :)

... og fyrst ég er að flytja tíðindi þá erum við loksins búin að kaupa hús og erum að flytja á Stykkilshólm!! Ég gat fengið vinnu í skólanum þar og Jonni fer að vinna í bakaríinu. Það verður fínt að komast aðeins nær borginni og styttri þvælingur fyrir Jonna þegar hann er að spila með hljómsveitinni sinni ....

EN JÆJA .. best að nota tímann!! Myndir og more details koma eftir helgi. Þangað til næst hafið það gott!!

3 Comments:

  • svona í tilefni dagsins... ég held að þú sért nú obbolítið að skrökva núna... enda er "plötudagurinn" í dag eins og hún dóttir mín segir.

    kv Rannveig Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:29 f.h.  

  • klóraði mér í hausnum eina sek., en það var margt sem alls ekki passaði, eins og t.d. hver bloggar a bruðkaupsdaginn sinn? Mundi þá allt í einu hvaða dagur var.
    Hugmyndin er engu að síður góð:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:48 f.h.  

  • @Lena - humm gæti það verið :) en séð að láta ekki gabbast, reyndar kannski einum of augljóst en samt :)

    @Soffía - múahaha, þótt stutt hafi verið þá er hrekkjusvínið ég ánægð að hafa tekist að gabba þig :)

    @Elfa Þöll - jæja ein sekúnda þó, hehe, en ég var einmitt að hugsa þegar ég skrifaði þetta, sæmilega geggjunin þá að vera einmitt að blogga á brúðkaupsdaginn. Ætli maður hefði ekki eitthvað mikið mikið mikið betra að gera :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home