Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Bæting það .....

Jæja jæja .. bætti mig um tvær klukkustundir í svefni :) Vaknaði ekki fyrr en kl.10 í morgun og var mest hissa að hafa ekki einu sinni rumskað við klukkuna hjá Jonna!! Við eigum nefnilega sameiginlegt snooze vandamál .. ehemm. Það kannast ekkert fleiri við það er það nokkuð? :)

Annars nokkuð góð hérna á kantinum, hef ekki enn minnst einu orði á hvernig fór fyrir okkur Jónum um helgina. JÁ við skitum á okkur í orðsins fyllstu, 7 RÉTTIR á örlagastundu!! HVAÐ VAR ÞAÐ?! Erum ekki góðar undir pressu, misstum frá okkur 1. sæti afturrúðubikarsins í síðustu keppni í síðustu umferðinni, og nú misstum við frá okkur úrvalsdeildarsætið og duttum úr bikarnum! Jæja .. best að hætta þessu væli áður en vælubíllinn gamli sem var og hét verður ræstur út aftur ;)

EEEEENNNN jæja best að fara að hugsa. ÉG er svo mikið að hugsa þessa dagana því það er dáldið mikið skemmtilegt í deiglunni sem er gaman að hugsa um svo ég ætla að setja tærnar uppí loft og hugsa meira :) Jiii hvað lífið er brilliant ...

og já ... næstum búin að gleyma!!! Ef einhver vill leika við mig í borginni á fimmtudagskvöldið þá er ég game í félagsskap, hef barasta grun um að ansi margir séu á leiðinni út á land í páskafrí .. já eða Kanarí .. suss. Give me call my dear friends :)

10 Comments:

  • mikið rosalega skil ég þetta snooze vandamál.....ohh það er svo gott :-) Ég hefði sko vel viljað leika við þig í borginni en í staðinn fæ ég að leika við þig á laugardagskvöldið og jafnvel föstudagskvöldið!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:05 e.h.  

  • @Helga - ehemm mér hefur tekist að snooza í 3 klst.!! Hvað er með það að sofa ekki bara á sínu græna í staðin fyrir að brjóta upp svefninn á 10 mín. fresti :) En já .. það verður æði gaman hjá okkur á laugadagskv. og væri frábært að fá ykkur Sigrúnu á tónleikana hjá okkur á föstudagskv. og jafnvel á Tangann eftir það :) Meltum þetta!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 e.h.  

  • ég á við sama snooze vandamál...! furðulegt afhverju maður gerir þetta - maður er að græða engan svefn samt skoh!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:43 e.h.  

  • hæ, á Tangann segirðu. Ég verð fyrir norðan um páskana. Væri gaman að rekast á ykkur:-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:41 e.h.  

  • þú talar alltaf í gátum litli púkinn þinn:p

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:08 e.h.  

  • Gleðilega páska stelpa :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:44 f.h.  

  • @Thelma - Nákvæmlega. Bara að trufla hann!! :)

    @Kolla - Jamm - karlinn er að spila þar. ER jafnvel að spá í að kíkja á hann svo það væri bara gaman að hitta þig þar :)

    @Gréta - múahaha .. lofa bloggfærslu fljótlega um þetta allt saman ;)

    @Ágúst - Gleðilega páska Ágúst minn :) Allt of langt síðan ég hef heyrt í þér eða séð þig!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:59 e.h.  

  • @Egill - alveg skín hæðnin í þér í gegnum þetta drengur ;) held sko að þú sért ekkert að vorkenna systur þinni .. ehemm .. Getur það verið?

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:27 e.h.  

  • Jæja Jónur,,,, okkur Ella hlakkar til að etja kappi við ykkur í afturrúðubikarnum...... may the best man (or woman)win ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:21 e.h.  

  • @Höski lögga - jæja jæja .. við tókum ykkur síðast ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home